Götulistakeppni í reykporti 13. júlí 2007 08:30 Eigandi Priksins segir götulistakeppnina einnig miða að því að gera reykaðstöðu gesta Priksins huggulegri samastað. MYND/Heiða Kaffihúsið Prikið stendur fyrir götulistakeppni um þessar mundir, en vinningshafi í keppninni fær að skreyta flennistórt svæði í portinu á bak við húsnæðið. „Fólk sem er í graffítí er oftast bara að leita sér að svæði til að teikna sínar teikningar. Okkur langar að ýta undir þetta, gera þetta löglega og gera þetta flott,“ sagði Guðfinnur Karlsson, eigandi Priksins. Þeir sem hafa áhuga á að fá teikningar sínar á portveggina geta skilað inn teikningum á Prikið, í Ósóma eða Exodus, gegn þúsund króna þátttökugjaldi. Prikið leggur til utanlandsferð í verðlaunapottinn, Ósóma býður hönnun á bol í þrílit og Exodus leggur til 20.000 króna inneign í versluninni. Einnig er Icepick, bók Þórdísar Claessen úr Ósómu, í verðlaunapottinum. Úrslit verða tilkynnt laugardagskvöldið 28. júlí, þegar Prikið blæs til grillveislu og herlegheita. Finni segir keppnina þegar hafa hlotið góðar undirtektir. „Það er fullt af fólki búið að hringja og einhverjar myndir komnar niður í Ósóma. Mér heyrist fólk bara vera ánægt,“ sagði Finni, sem segir nýlegt reykingabann einnig eiga einhvern heiður að keppninni. „Þetta er líka partur af þeirri vinnu að gera reykaðstöðuna góða fyrir vesalingana sem þurfa að dúsa úti í porti í rigningunni,“ sagði hann. Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Kaffihúsið Prikið stendur fyrir götulistakeppni um þessar mundir, en vinningshafi í keppninni fær að skreyta flennistórt svæði í portinu á bak við húsnæðið. „Fólk sem er í graffítí er oftast bara að leita sér að svæði til að teikna sínar teikningar. Okkur langar að ýta undir þetta, gera þetta löglega og gera þetta flott,“ sagði Guðfinnur Karlsson, eigandi Priksins. Þeir sem hafa áhuga á að fá teikningar sínar á portveggina geta skilað inn teikningum á Prikið, í Ósóma eða Exodus, gegn þúsund króna þátttökugjaldi. Prikið leggur til utanlandsferð í verðlaunapottinn, Ósóma býður hönnun á bol í þrílit og Exodus leggur til 20.000 króna inneign í versluninni. Einnig er Icepick, bók Þórdísar Claessen úr Ósómu, í verðlaunapottinum. Úrslit verða tilkynnt laugardagskvöldið 28. júlí, þegar Prikið blæs til grillveislu og herlegheita. Finni segir keppnina þegar hafa hlotið góðar undirtektir. „Það er fullt af fólki búið að hringja og einhverjar myndir komnar niður í Ósóma. Mér heyrist fólk bara vera ánægt,“ sagði Finni, sem segir nýlegt reykingabann einnig eiga einhvern heiður að keppninni. „Þetta er líka partur af þeirri vinnu að gera reykaðstöðuna góða fyrir vesalingana sem þurfa að dúsa úti í porti í rigningunni,“ sagði hann.
Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira