Sigurjónssýning í Friðriksborgarhöll 3. júlí 2007 05:00 Sigurjón Ólafsson í vinnustofu sinni í Laugarnesi 1977. Ljósmynd: Mats Vibe Lund. Mannamyndir Sigurjóns Ólafssonar verða efni í sýningu haustið 2008 á Nationalhistorisk Museum á Friðriksborgarsloti. Hingað komu í liðinni viku þrír sérfræðingar á vegum safnsins í Hilleröd til að velja verkin í samráði við Birgitte Spur, forstöðukonu Sigurjónssafns í Laugarnesi og ekkju Sigurjóns. Safn Sigurjóns er eitt besta skráða safn íslensk myndlistarmanns og hefur Birgitte lagt mikla áherslu á að ná saman fullkominni skrá yfir verk listamannsins. Er framtak hennar til fyrirmyndar íslenskum söfnum. Sú heildarskrá verka Sigurjóns gerir enda eftirleikinn auðveldari: valið var erfitt en áhersla er lögð á verk úr steini og málmum, einkum standverk, bæði brjóstmyndir og stærri styttur. Sigurjón var afkastamikill á þessu sérstka sviði höggmyndalistarinnar en mannamyndir og portrett eru algengari hér á landi en marga grunar. Þeim hefur ekki verið hampað sérstaklega og fræðingar ekki lagt sig eftir að greina þróun þeirra og viðgang utan lítillar sýningar sem tekin var saman fyrir fáum árum á vegum Hafnarborgar.Mannamyndasafnið á friðriksborg Sögusafnið á Friðriksborgarsloti geymir mikið safnefni frá eldri tíma en þar er einnig mannamyndadeild sem tekur til verka frá upphafi tuttugustu aldar til okkar daga. Hingað er væntanleg í haust stór sýning sem sýnir mannamyndir frá öllum Norðurlöndunum sem efnt var til síðla vetrar en hér verður hún í Hafnarborg á komandi hausti og heldur síðan ferð áfram til allra Norðurlandanna. Kom þeim í Nationalhistorisk-safninu á óvart hvað mikið barst af mannamyndum frá ungum og eldri myndlistarmönnum, þar á meðal íslenskum. Gera menn þar á bæ sér vonir um að hægt verði að efna til slíkrar samnorrænnar sýningar reglulega og hafa enda góða reynslu af mannamyndasöfnum víða í Evrópu þar sem þessi grein er virtari en hún er hér á landi. Sagði Mette Skovgaard, einn þremenninganna að nefna mætti frábæra aðsókn á National Potrait Museum í London.Geymsla á Eyrarbakka Sigurjónssafn verður opið í sumar og má búast við að þar verði tónleikahald eins og fyrri sumur. Að sögn Birgitte standa starfsmenn safnins, sem er sjálfseignarstofnun, nú í stórræðum: verið er að leggja af eldri geymslu þess og koma verkum fyrir í nýrri geymslu á Eyrarbakka, fæðingarstað Sigurjóns, þar sem menn tóku fyrst eftir óvenjulegum teiknigáfum hans. Viðfangsefni Sigurjóns í höggmyndum af lifandi mönnum voru margs konar, sumar unnar beint í stein eins og fræg mynd hans af Sigurði Nordal, aðrar unnar í mýkri efni, gifs og leir en síðan umsteyptar í málm. Það má teljast mikill heiður að Sigurjónssafni skuli boðið að setja sýningu upp á Friðriksborgarsloti: höllin stendur á fornum grunni og geymir ekki aðeins stórkostlega minjar um tíð fyrri konunga okkar, veldi þeirra og ríkidæmi, heldur líka afar forvitnilegt safn málverka af mönnum sem margir Íslendingar þekkja. Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Mannamyndir Sigurjóns Ólafssonar verða efni í sýningu haustið 2008 á Nationalhistorisk Museum á Friðriksborgarsloti. Hingað komu í liðinni viku þrír sérfræðingar á vegum safnsins í Hilleröd til að velja verkin í samráði við Birgitte Spur, forstöðukonu Sigurjónssafns í Laugarnesi og ekkju Sigurjóns. Safn Sigurjóns er eitt besta skráða safn íslensk myndlistarmanns og hefur Birgitte lagt mikla áherslu á að ná saman fullkominni skrá yfir verk listamannsins. Er framtak hennar til fyrirmyndar íslenskum söfnum. Sú heildarskrá verka Sigurjóns gerir enda eftirleikinn auðveldari: valið var erfitt en áhersla er lögð á verk úr steini og málmum, einkum standverk, bæði brjóstmyndir og stærri styttur. Sigurjón var afkastamikill á þessu sérstka sviði höggmyndalistarinnar en mannamyndir og portrett eru algengari hér á landi en marga grunar. Þeim hefur ekki verið hampað sérstaklega og fræðingar ekki lagt sig eftir að greina þróun þeirra og viðgang utan lítillar sýningar sem tekin var saman fyrir fáum árum á vegum Hafnarborgar.Mannamyndasafnið á friðriksborg Sögusafnið á Friðriksborgarsloti geymir mikið safnefni frá eldri tíma en þar er einnig mannamyndadeild sem tekur til verka frá upphafi tuttugustu aldar til okkar daga. Hingað er væntanleg í haust stór sýning sem sýnir mannamyndir frá öllum Norðurlöndunum sem efnt var til síðla vetrar en hér verður hún í Hafnarborg á komandi hausti og heldur síðan ferð áfram til allra Norðurlandanna. Kom þeim í Nationalhistorisk-safninu á óvart hvað mikið barst af mannamyndum frá ungum og eldri myndlistarmönnum, þar á meðal íslenskum. Gera menn þar á bæ sér vonir um að hægt verði að efna til slíkrar samnorrænnar sýningar reglulega og hafa enda góða reynslu af mannamyndasöfnum víða í Evrópu þar sem þessi grein er virtari en hún er hér á landi. Sagði Mette Skovgaard, einn þremenninganna að nefna mætti frábæra aðsókn á National Potrait Museum í London.Geymsla á Eyrarbakka Sigurjónssafn verður opið í sumar og má búast við að þar verði tónleikahald eins og fyrri sumur. Að sögn Birgitte standa starfsmenn safnins, sem er sjálfseignarstofnun, nú í stórræðum: verið er að leggja af eldri geymslu þess og koma verkum fyrir í nýrri geymslu á Eyrarbakka, fæðingarstað Sigurjóns, þar sem menn tóku fyrst eftir óvenjulegum teiknigáfum hans. Viðfangsefni Sigurjóns í höggmyndum af lifandi mönnum voru margs konar, sumar unnar beint í stein eins og fræg mynd hans af Sigurði Nordal, aðrar unnar í mýkri efni, gifs og leir en síðan umsteyptar í málm. Það má teljast mikill heiður að Sigurjónssafni skuli boðið að setja sýningu upp á Friðriksborgarsloti: höllin stendur á fornum grunni og geymir ekki aðeins stórkostlega minjar um tíð fyrri konunga okkar, veldi þeirra og ríkidæmi, heldur líka afar forvitnilegt safn málverka af mönnum sem margir Íslendingar þekkja.
Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira