Innlent

Kráareigendur safna undirskriftum

Ragnar Magnússon, framkvæmdastjóri Q-Bar sem til stendur að loka fyrr á nóttunni.
Ragnar Magnússon, framkvæmdastjóri Q-Bar sem til stendur að loka fyrr á nóttunni.

Félag kráareigenda í Reykjavík hefur hafið undirskriftasöfnun á netinu þar sem fyrirætlunum borgaryfirvalda um að stytta opnunartíma nokkurra skemmtistaða í miðbænum er mótmælt. Í tilkynningu frá félaginu segir að kráareigendur hafi fyrir því áreiðanlegar heimildir að fyrirhuguð stytting opnunartíma staðanna Q-bar, Mónakó og Monte Carlo sé „einungis byrjunin á því að stytta opnunartíma skemmtistaða," í borginni.

Því skora kráareigendur á áhugamenn um óbreyttar reglur í þessum málum að skrifa undir listann sem nálgast má hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×