Innlent

Tvöfalt fleiri með strætó á Akureyri eftir að það varð frítt

Tvöfalt fleiri farþegar taka nú strætó á Akureyri eftir að fargjöld voru afnumin. Dæmi eru um að vagnar sem áður óku um tómir rúmi nú vart farþegana.

Um síðustu áramót ákvað Akureyrarbær að afnema strætófargjöld með öllu. Farþegum fjölgaði fremur rólega til að byrja með en nú hefur orðið sprenging.

Það kostar bæinn að sögn formanns framkvæmdaráðs um 80 milljónir að reka strætó ári. Skotið er á að fargjaldatekjur myndu dekka fjórðung þess kostnaðar eða um 22 milljónir. En formaður framkvæmdaráðs, Hermann Jón Tómasson, segir ávinninginn af fríum strætó margvíslegan.

Áður en fargjöld voru afnumin var jafnvel talað um að hætta rekstri strætisvagna á Akureyri. En nú heyrast engar slíkar raddir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×