Neyðarlegt upphlaup Skjás eins 17. maí 2007 12:45 Björn Sigurðsson segist hafa farið af stað í góðri trú um að Íslendingur væri meðal þátttakenda. Sú reyndist ekki raunin. Enginn Íslendingur verður meðal þátttakenda í sjónvarpsþættinum On the Lot þrátt fyrir auglýsingar þess efnis á Skjá einum. Dagskrárstjóri sjónvarpsstöðvarinnar segir um leiðinleg mistök að ræða. „Þetta er auðvitað fyrst og fremst mjög neyðarlegt fyrir okkur,“ segir Björn Sigurðsson, dagskrárstjóri Skjás eins. Hann fékk það staðfest í fyrrinótt að enginn Íslendingur væri meðal þátttakenda í raunveruleikaþættinum On the Lot en fréttir þess efnis hafa birst í fjölmiðlum. Og töluverð vinna hefur verið lögð í auglýsingaherferð fyrir þáttinn, sem hefur göngu sína 23. maí. „Við höfðum fengið upplýsingar um að verið væri að skoða Íslendingana, okkur hafði verið tjáð að þetta gæti orðið að veruleika. En síðan kemur bara í ljós að við hlupum aðeins á okkur,“ útskýrir Björn. „Við vorum náttúrlega mjög bjarstýn á að þetta næðist í gegn þar sem þetta er sama fyrirtæki og framleiddi Rock Star,“ bætir hann við en þar sló Magni Ásgeirsson eftirminnilega í gegn. On the Lot er raunveruleikaþáttur í anda áðurnefnds Rock Star-þáttar en í staðinn fyrir að keppast um að komast í rokkhljómsveit berjast kvikmyndagerðarmenn um frægð og frama í Hollywood. Framleiðandi þáttanna er Mark Burnett en aðalstjarnan er enginn annar en Steven Spielberg, frægasti leikstjóri heims. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst reyndu fimm íslenskir kvikmyndagerðarmenn að komast í þáttinn. Þegar það kvisaðist út að Íslendingur hefði komist áfram var haft samband við þá en þeir harðneituðu allir og vísaði hver á annan. Þegar sú staða kom upp fóru að renna á Björn tvær grímur. „Ég hitti aðstandendur þáttarins í París þar sem þeir sögðu að það væri Íslendingur á lista. Ég stóð í þeirri trú að þetta væri fimmtíu manna listinn sem færi í fyrsta þáttinn en skjátlaðist einfaldlega,“ útskýrir Björn og þvertekur fyrir að þetta hafi verið einhver markaðsbrella til að laða fólk að skjánum. „Við gerðum þetta samkvæmt bestu sannfæringu og góðri trú en svona getur þetta stundum verið og við erum ákaflega leið yfir þessu,“ segir Björn, sem nú þarf að fara í að breyta öllu kynningarefninu fyrir þáttinn. Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Lífið Fleiri fréttir Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Enginn Íslendingur verður meðal þátttakenda í sjónvarpsþættinum On the Lot þrátt fyrir auglýsingar þess efnis á Skjá einum. Dagskrárstjóri sjónvarpsstöðvarinnar segir um leiðinleg mistök að ræða. „Þetta er auðvitað fyrst og fremst mjög neyðarlegt fyrir okkur,“ segir Björn Sigurðsson, dagskrárstjóri Skjás eins. Hann fékk það staðfest í fyrrinótt að enginn Íslendingur væri meðal þátttakenda í raunveruleikaþættinum On the Lot en fréttir þess efnis hafa birst í fjölmiðlum. Og töluverð vinna hefur verið lögð í auglýsingaherferð fyrir þáttinn, sem hefur göngu sína 23. maí. „Við höfðum fengið upplýsingar um að verið væri að skoða Íslendingana, okkur hafði verið tjáð að þetta gæti orðið að veruleika. En síðan kemur bara í ljós að við hlupum aðeins á okkur,“ útskýrir Björn. „Við vorum náttúrlega mjög bjarstýn á að þetta næðist í gegn þar sem þetta er sama fyrirtæki og framleiddi Rock Star,“ bætir hann við en þar sló Magni Ásgeirsson eftirminnilega í gegn. On the Lot er raunveruleikaþáttur í anda áðurnefnds Rock Star-þáttar en í staðinn fyrir að keppast um að komast í rokkhljómsveit berjast kvikmyndagerðarmenn um frægð og frama í Hollywood. Framleiðandi þáttanna er Mark Burnett en aðalstjarnan er enginn annar en Steven Spielberg, frægasti leikstjóri heims. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst reyndu fimm íslenskir kvikmyndagerðarmenn að komast í þáttinn. Þegar það kvisaðist út að Íslendingur hefði komist áfram var haft samband við þá en þeir harðneituðu allir og vísaði hver á annan. Þegar sú staða kom upp fóru að renna á Björn tvær grímur. „Ég hitti aðstandendur þáttarins í París þar sem þeir sögðu að það væri Íslendingur á lista. Ég stóð í þeirri trú að þetta væri fimmtíu manna listinn sem færi í fyrsta þáttinn en skjátlaðist einfaldlega,“ útskýrir Björn og þvertekur fyrir að þetta hafi verið einhver markaðsbrella til að laða fólk að skjánum. „Við gerðum þetta samkvæmt bestu sannfæringu og góðri trú en svona getur þetta stundum verið og við erum ákaflega leið yfir þessu,“ segir Björn, sem nú þarf að fara í að breyta öllu kynningarefninu fyrir þáttinn.
Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Lífið Fleiri fréttir Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira