Mannamyndir sýndar í Höfn 8. maí 2007 08:15 Dodda Maggý Kristjánsdóttir á verk á portrettsýningu í Kaupmannahöfn. Verk eftir sex íslenska listamenn voru valin á stórsýningu á portrettlistaverkum sem nú er uppi í Friðriksborgarhöll í Kaupmannahöfn. Það eru þau Dodda Maggý Kristjánsdóttir, Helgi Gíslason, Kristveig Halldórsdóttir, Magdalena Margrét Kjartansdóttir, Sesselja Tómasdóttir og Sigrún Eldjárn sem nutu þess heiðurs að fá inni á sýningunni, sem var opnuð á fimmtudag. Sýningin byggir á samkeppni um verðlaun fyrir portrett sem efnt er til að frumkvæði hallarsafnsins sem á stærsta safn portrettmynda á Norðurlöndunum. Eru verðlaunin kennd við bruggarann J.C. Jacobsen og nema 75 þúsund krónum dönskum. Fagleg dómnefnd valdi verk á sýninguna sem var safnað á síðasta ári. Þar eru ekki eingöngu hefðbundin portrettmálverk heldur hafa listamennirnir frjálst val um efnistök. Þetta er í fyrsta sinn sem efnt er til norrænnar samsýningar af þessu tagi en framvegis verða þær haldnar annað hvert ár. Ekki var íslenska listafólkið sigursælt: Sonja Lillebæk Christensen frá Danmörku, Svíinn Sven Ljungberg og Daninn Torben Eskerod skipuðu verðlaunapallinn. En ánægjulegt er að íslenskir portrettistar skuli nýta sér þennan vettvang. Mannlýsing í mynd er sérhæft listform og mörg af meistaraverkum myndlistarinnar eru einmitt pöntun á mynd af mektarmanni. Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Verk eftir sex íslenska listamenn voru valin á stórsýningu á portrettlistaverkum sem nú er uppi í Friðriksborgarhöll í Kaupmannahöfn. Það eru þau Dodda Maggý Kristjánsdóttir, Helgi Gíslason, Kristveig Halldórsdóttir, Magdalena Margrét Kjartansdóttir, Sesselja Tómasdóttir og Sigrún Eldjárn sem nutu þess heiðurs að fá inni á sýningunni, sem var opnuð á fimmtudag. Sýningin byggir á samkeppni um verðlaun fyrir portrett sem efnt er til að frumkvæði hallarsafnsins sem á stærsta safn portrettmynda á Norðurlöndunum. Eru verðlaunin kennd við bruggarann J.C. Jacobsen og nema 75 þúsund krónum dönskum. Fagleg dómnefnd valdi verk á sýninguna sem var safnað á síðasta ári. Þar eru ekki eingöngu hefðbundin portrettmálverk heldur hafa listamennirnir frjálst val um efnistök. Þetta er í fyrsta sinn sem efnt er til norrænnar samsýningar af þessu tagi en framvegis verða þær haldnar annað hvert ár. Ekki var íslenska listafólkið sigursælt: Sonja Lillebæk Christensen frá Danmörku, Svíinn Sven Ljungberg og Daninn Torben Eskerod skipuðu verðlaunapallinn. En ánægjulegt er að íslenskir portrettistar skuli nýta sér þennan vettvang. Mannlýsing í mynd er sérhæft listform og mörg af meistaraverkum myndlistarinnar eru einmitt pöntun á mynd af mektarmanni.
Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira