Gerir það gott í Þýskalandi 8. maí 2007 10:00 Þorleifur Örn Arnarsson íhugar fimm tilboð sem honum hafa borist frá þýskum leikhúsum. MYND/Rósa Þorleifi Erni Arnarssyni hafa borist fimm tilboð frá þýskum leikhúsum í kjölfar sýninga á Eilífri hamingju í Berlín í febrúar. Þorleifur er leikstjóri sýningarinnar og stundar nú leikstjóranám í Berlín. „Leikhúsin eru öll að ákveða hvað þau ætla að gera næsta vetur. Það á eftir að koma í ljós hvað passar inn og hvað ég get tekið að mér,“ sagði Þorleifur og bendir á að staðan sé enn nokkuð óljós. Sýningarnar á Eilífri hamingju í Maxím Gorkí-leikhúsinu voru vel sóttar af þýsku leikhúsfólki að sögn Þorleifs, en Maxím Gorkí- leikhúsið er eitt þeirra sem hafa lýst yfir áhuga á samstarfi við Þorleif. „Þar myndi ég setja upp verk eftir Lars Norén. Það yrði frumsýnt á norrænni hátíð í Sophiensale og færi þaðan yfir í Maxím Gorkí,“ útskýrði Þorleifur. Hann er einnig í viðræðum við Schaubühne-leikhúsið. „Gengi það eftir yrði þetta brjálæðislega spennandi. Það er svona eins og að vera valinn í brasilíska landsliðið,“ sagði Þorleifur. Í kortunum er einnig sýning í borginni Schwerin í Austur-Þýskalandi og uppsetning á Hamlet. „Svo hafa margir af stórleikurunum í Berlín tekið sig saman og stofnað sitt eigið leikhús og ég hef verið í viðræðum við þá um að koma inn með sýningu. Það er samt alveg á frumstigi,“ sagði Þorleifur og benti á að síðasta sýning á Eilífri hamingju hér á landi fer fram í Borgarleikhúsinu á morgun. Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Bob Weir látinn Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Þorleifi Erni Arnarssyni hafa borist fimm tilboð frá þýskum leikhúsum í kjölfar sýninga á Eilífri hamingju í Berlín í febrúar. Þorleifur er leikstjóri sýningarinnar og stundar nú leikstjóranám í Berlín. „Leikhúsin eru öll að ákveða hvað þau ætla að gera næsta vetur. Það á eftir að koma í ljós hvað passar inn og hvað ég get tekið að mér,“ sagði Þorleifur og bendir á að staðan sé enn nokkuð óljós. Sýningarnar á Eilífri hamingju í Maxím Gorkí-leikhúsinu voru vel sóttar af þýsku leikhúsfólki að sögn Þorleifs, en Maxím Gorkí- leikhúsið er eitt þeirra sem hafa lýst yfir áhuga á samstarfi við Þorleif. „Þar myndi ég setja upp verk eftir Lars Norén. Það yrði frumsýnt á norrænni hátíð í Sophiensale og færi þaðan yfir í Maxím Gorkí,“ útskýrði Þorleifur. Hann er einnig í viðræðum við Schaubühne-leikhúsið. „Gengi það eftir yrði þetta brjálæðislega spennandi. Það er svona eins og að vera valinn í brasilíska landsliðið,“ sagði Þorleifur. Í kortunum er einnig sýning í borginni Schwerin í Austur-Þýskalandi og uppsetning á Hamlet. „Svo hafa margir af stórleikurunum í Berlín tekið sig saman og stofnað sitt eigið leikhús og ég hef verið í viðræðum við þá um að koma inn með sýningu. Það er samt alveg á frumstigi,“ sagði Þorleifur og benti á að síðasta sýning á Eilífri hamingju hér á landi fer fram í Borgarleikhúsinu á morgun.
Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Bob Weir látinn Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira