Davíð Jónsson háskólanemi var staddur á hótelinu daginn sem morðið var framið. „Á fimmtudag og föstudag var allt fullt af lögreglumönnum hérna á hótelinu. Á sama tíma voru fulltrúar allra helstu fréttastöðva fyrir utan," segir Davíð. „Í fyrstu vissum við ekki hvað hafði gerst. Starfsmenn hótelsins vildu ekki tjá sig um hvað væri á seyði. Þeir sögðust ekki vita neitt. En fljótlega fór þó að kvisast út meðal hótelgesta að einhver hefði dáið þegar nokkrir gestanna sáu lík borið út," bætir Davíð við. Hann segist síðan hafa fengið það staðfest frá fréttamönnum að einhver hefði verið myrtur. Davíð segist vita til þess að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem morð er framið á hótelinu. Fyrir nokkrum árum hafi starfsmaður hótelsins verið kærður fyrir að myrða hótelgest. Davíð kýs að kalla það „Morðhótelið".

Davíð ber Carter hótelinu ekki vel söguna og segir að það sé jafn slæmt og samnefndur fyrrverandi forseti Bandaríkjanna.