Enski boltinn

Roy Hodgson tekur við Fulham

Elvar Geir Magnússon skrifar
Hodgson tekur við Fulham.
Hodgson tekur við Fulham.

Roy Hodgson er nýr knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Fulham. Hann skrifaði undir langtímasamning sem tekur gildi 30. desember.

Hodgson er 60 ára og var landsliðsþjálfari Finnlands en sagði af sér í lok nóvember. Hann er reyndur þjálfari sem víða hefur komið við á ferli sínum og meðal annars stýrt Inter, Udinese, Blackburn og FC Kaupmannahöfn.

Fulham er í þriðja neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar og rak Lawrie Sanchez nýlega. Ray Lewington var ráðinn til bráðabirgða og stýrir hann sínum síðasta leik gegn Birmingham á morgun. Hodgson mun fylgjast með þeim leik frá áhorfendastúkunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×