Enski boltinn

Liverpool kaupir efnilegan Skota

Elvar Geir Magnússon skrifar
Benítez hefur fengið Alex Cooper.
Benítez hefur fengið Alex Cooper.

Liverpool hefur keypt sextán ára leikmann frá Ross County. Hann heitir Alex Cooper og kostar hundrað þúsund pund.

Cooper er vængmaður og hefur leikið fyrir yngri landslið Skotlands. Chelsea hafði einnig áhuga á leikmanninum sem er sonur Neale Cooper fyrrum leikmanns Aberdeen.

Cooper skrifaði undir samning við Liverpool til 2011.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×