Enski boltinn

Manucho mun fá tíma

Elvar Geir Magnússon skrifar
Nýjustu kaup Sir Alex komu á óvart.
Nýjustu kaup Sir Alex komu á óvart.

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, reiknar ekki með því að Manucho Goncalves muni strax ná að sýna sig og sanna á Old Trafford.

United tilkynnti óvænt í síðustu viku að það hefði klófest þennan unga sóknarmann frá Angóla.

„Manucho er mjög snöggur og vinnusamur sóknarmaður. Ég tel samt mjög líklegt að hann þurfi að fá nokkra mánuði til að aðlagast. Hann hefur staðið sig mjög vel á æfingum og það er ómögulegt að segja til um hvenær leikmenn fara að finna sig," segir Ferguson.

„Ég sagði það sama um Ole Gunnar Solskjær þegar hann kom fyrst til okkar. Ég hafði reiknað með því að gefa honum eitt til tvö ár í varaliðinu en eftir þrjá eða fjóra leiki var hann kominn í aðalliðið."

„Þetta snýst allt um sjálfan strákinn, hve vel hann aðlagast breytingunum og hversu viljugur hann er til að læra. Allir ungir leikmenn þurfa að vilja verða betri og læra nýja hluti," segir Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×