Innlent

Tvennt þungt haldið á gjörgæslu eftir árekstur

Þrennt slasaðist alvarlega í mjög hörðum árekstri tveggja bíla í vestanverðu Árbæjarhverfi í Reykjavík í nótt og liggur ökumaður annars bílsins og farþegi úr hinum þungt haldin á gjörgæsludeild Landsspítalans.

Lögreglu barst tilkynning laust fyrir klukkan tvö, að maður hafi ekið bíl sínum utan í vegg N-eins bensínstöðvarinnar ofan við Ártúnsbrekku og þaðan á ofsa hraða inn í íbúðahverfið, þar sem hann ók beint framan á hinn bílinn.

Við það valt bíll ökuníðingsins og tók um klukkustund að ná honum út úr flakinu en greiðar gekk að ná fólkinu úr hinum bílnum. Kona sem þar var farþegi í honum, er mjög alvarlega slösuð og sömuleiðis sá sem árekstrinum olli, en hann er grunaður um ölvun.

Slökkviliðið var kallað á vettvang til að hreinsa olíu og eldsneyti úr bílunum, sem báðir eru gjör ónýtir.-




Fleiri fréttir

Sjá meira


×