Segir samning ekki hafa með tekjustofna RÚV að gera 28. nóvember 2007 16:34 MYND/GVA Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir samning sem Ríkisútvarpið og Ólafsfell, félag Björgólfs Guðmundssonar athafnamanns, um fjármögnun á íslensku leiknu dagskrárefni ekkert hafa með tekjustofna Ríkisútvarpsins ofh. að gera. Þetta sagði hún í utandagskrárumræðu um samninginn á þingi í dag.Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri - grænna, var málshefjandi og vísaði meðal annars til harkalegra deilna milli stjórnar og stjórnarandstöðu í aðdraganda þess að rekstrarfyrirkomulagi Ríkisútvarpsins var breytt fyrr á þessu ári.Sagði hún ýmislegt sem ráðherra sagði þá fá aðra mynd nú. Ráðherra hefði meðal annars sagt að með breytingunni á rekstrarforminu ætti að efla íslenska dagskrárgerð og spurði Kolbrún hvort þessi áform um samstarf við fjársterka aðila hefðu verið komin upp þá.Sagði hún spurningar vakna um sjálfstæði RÚV ohf. og vísaði til orða Björgólfs Guðmundssona um að það skerti frelsi fjölmiðla að þeir væru í eigu ríkisins. Enn fremur sagði Kolbrún að margt benti til að samningurinn samræmdist ekki ákvæðum laga RÚV um tekjustofna félagsins. Enn fremur væri spurning hvort jafnræðisregla væri brotin þar sem einn auðmaður hefði verið valinn umfram aðra.Miður að tortryggni gæti í garð auðmannaÞorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði markmið breytingar á rekstrarfyrirkomulagi RÚV ekki að einkavæða félagið á endanum heldur að efla innlenda dagskrárgerð. Þess sæjust nú þegar merki. Sagði hún miður að tortryggni ríkti í garð auðmanna sem kæmu in með fé í samfélagsleg málefni.Sagði Þorgerður Katrín að hér væri ekki um að ræða tekjur fyrir Ríkisútvarpið heldur kvæði samningurinn einfaldlega um þátttöku RÚV í fjármögnun á framleiðslu sjálfstæðra framleiðeinda. Þessi samningur útilokaði ekki aðra samstarfsaðila og þeir hefðu þegar komið að málinu, þar á meðal Glitnir. Lagði hún áherslu á að það væri ávallt RÚV sem tæki endanlega ákvörðun hvaða verkefni yrðu fyrir valinu. Menn ættu að fagna því þegar fyrirtæki eða einstaklingar vildu efla innlenda dagskrágerð og styrkja listamenn á Íslandi.Guðni Ágústsson og Siv Friðleifsdóttir úr Framsóknarflokknum fögnuðu bæði samningnum. Benti Guðni á að efnamenn Íslands hefðu víða komið að menningarstarfi og ekki væri um að ræða tekjur fyrir Ríkisútvarpið. Reglur ættu hins vegar alltaf að vera skýrar um samstarf Ríkisútvarpsins og einkaaðila. Þá sagði Siv að ferskir vindar blésu nú um Ríkisútvarpið eftir breytingu á rekstrarfyrirkomulagi og með nýjum útvarpsstjóra. Kastljósið væri til að mynda betra í dag en nokkru sinni fyrr.Ellert B. Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, fagnaði einnig samkomulaginu og sagði ríka hefð fyrir því auðmenn létu fé af hendi rakna til menningar og annarra samfélagslegra málefna. Björgólfur ætti heiður skilinn fyrir stuðningin. Sagði hann í ljósi knattspyrnuáhuga síns að hann teldi gáfulegra að Björgólfur legði fé til menningarmála á Íslandi en í að kaupa knattspyrnulið á erlendri grundu.Spurningar vakna um RÚV á auglýsingamarkaðiJón Magnússon, þingmaður Frjálslynda, benti hins vegar að um væri að ræða opinbera stofnun sem þegar hefði þriggja milljarðar króna forgjöf á aðra fjölmiðla í landinu í formi nefskatts. Velti hann fyrir sér hvort samningurinn samræmdist lögum um Ríkisútvarpið og taldi um tekjur að ræða fyrir RÚV.Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði samninginn beina kastljósinu að Ríkisútvarpinu sjálfu. Með rekstarformsbreytingu hefði það orðið miklu harðara í samkeppni við önnur fyrirtæki en sú hefði ekki verið hugmyndin með breytingunni. Því þyrfti að skoða það hvort taka ætti Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði.Athafnamaður með dagskrárvaldKolbrún Halldórsdóttir málshefjandi sagði svör ráðherra ekki fullnægjandi. Það nægði ekki að ráðherra segði að hér væri ekki um tekjustofn að ræða fyrir RÚV. Um væri að ræða 100-150 milljónir sem Björgólfur Guðmundsson fengi að ráða sjálfur í samstarfi við RÚV hvernig ætti að verja. Athafnamaður væri kominn með dagskrárvald.Þá hefði ráðherra ekki svarað spurningum um lögmæti samningsins og jafnræðisregluna. Sagði hún að þingmönnum hefði verið tíðrætt um höfðinsskap Björgólfs í umræðunni. Ef hér væri um að ræða höfðingsskap hefði átt að setja fjármunina í sjóð og þá stæðu allir fjölmiðlar jafnir. Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir samning sem Ríkisútvarpið og Ólafsfell, félag Björgólfs Guðmundssonar athafnamanns, um fjármögnun á íslensku leiknu dagskrárefni ekkert hafa með tekjustofna Ríkisútvarpsins ofh. að gera. Þetta sagði hún í utandagskrárumræðu um samninginn á þingi í dag.Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri - grænna, var málshefjandi og vísaði meðal annars til harkalegra deilna milli stjórnar og stjórnarandstöðu í aðdraganda þess að rekstrarfyrirkomulagi Ríkisútvarpsins var breytt fyrr á þessu ári.Sagði hún ýmislegt sem ráðherra sagði þá fá aðra mynd nú. Ráðherra hefði meðal annars sagt að með breytingunni á rekstrarforminu ætti að efla íslenska dagskrárgerð og spurði Kolbrún hvort þessi áform um samstarf við fjársterka aðila hefðu verið komin upp þá.Sagði hún spurningar vakna um sjálfstæði RÚV ohf. og vísaði til orða Björgólfs Guðmundssona um að það skerti frelsi fjölmiðla að þeir væru í eigu ríkisins. Enn fremur sagði Kolbrún að margt benti til að samningurinn samræmdist ekki ákvæðum laga RÚV um tekjustofna félagsins. Enn fremur væri spurning hvort jafnræðisregla væri brotin þar sem einn auðmaður hefði verið valinn umfram aðra.Miður að tortryggni gæti í garð auðmannaÞorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði markmið breytingar á rekstrarfyrirkomulagi RÚV ekki að einkavæða félagið á endanum heldur að efla innlenda dagskrárgerð. Þess sæjust nú þegar merki. Sagði hún miður að tortryggni ríkti í garð auðmanna sem kæmu in með fé í samfélagsleg málefni.Sagði Þorgerður Katrín að hér væri ekki um að ræða tekjur fyrir Ríkisútvarpið heldur kvæði samningurinn einfaldlega um þátttöku RÚV í fjármögnun á framleiðslu sjálfstæðra framleiðeinda. Þessi samningur útilokaði ekki aðra samstarfsaðila og þeir hefðu þegar komið að málinu, þar á meðal Glitnir. Lagði hún áherslu á að það væri ávallt RÚV sem tæki endanlega ákvörðun hvaða verkefni yrðu fyrir valinu. Menn ættu að fagna því þegar fyrirtæki eða einstaklingar vildu efla innlenda dagskrágerð og styrkja listamenn á Íslandi.Guðni Ágústsson og Siv Friðleifsdóttir úr Framsóknarflokknum fögnuðu bæði samningnum. Benti Guðni á að efnamenn Íslands hefðu víða komið að menningarstarfi og ekki væri um að ræða tekjur fyrir Ríkisútvarpið. Reglur ættu hins vegar alltaf að vera skýrar um samstarf Ríkisútvarpsins og einkaaðila. Þá sagði Siv að ferskir vindar blésu nú um Ríkisútvarpið eftir breytingu á rekstrarfyrirkomulagi og með nýjum útvarpsstjóra. Kastljósið væri til að mynda betra í dag en nokkru sinni fyrr.Ellert B. Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, fagnaði einnig samkomulaginu og sagði ríka hefð fyrir því auðmenn létu fé af hendi rakna til menningar og annarra samfélagslegra málefna. Björgólfur ætti heiður skilinn fyrir stuðningin. Sagði hann í ljósi knattspyrnuáhuga síns að hann teldi gáfulegra að Björgólfur legði fé til menningarmála á Íslandi en í að kaupa knattspyrnulið á erlendri grundu.Spurningar vakna um RÚV á auglýsingamarkaðiJón Magnússon, þingmaður Frjálslynda, benti hins vegar að um væri að ræða opinbera stofnun sem þegar hefði þriggja milljarðar króna forgjöf á aðra fjölmiðla í landinu í formi nefskatts. Velti hann fyrir sér hvort samningurinn samræmdist lögum um Ríkisútvarpið og taldi um tekjur að ræða fyrir RÚV.Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði samninginn beina kastljósinu að Ríkisútvarpinu sjálfu. Með rekstarformsbreytingu hefði það orðið miklu harðara í samkeppni við önnur fyrirtæki en sú hefði ekki verið hugmyndin með breytingunni. Því þyrfti að skoða það hvort taka ætti Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði.Athafnamaður með dagskrárvaldKolbrún Halldórsdóttir málshefjandi sagði svör ráðherra ekki fullnægjandi. Það nægði ekki að ráðherra segði að hér væri ekki um tekjustofn að ræða fyrir RÚV. Um væri að ræða 100-150 milljónir sem Björgólfur Guðmundsson fengi að ráða sjálfur í samstarfi við RÚV hvernig ætti að verja. Athafnamaður væri kominn með dagskrárvald.Þá hefði ráðherra ekki svarað spurningum um lögmæti samningsins og jafnræðisregluna. Sagði hún að þingmönnum hefði verið tíðrætt um höfðinsskap Björgólfs í umræðunni. Ef hér væri um að ræða höfðingsskap hefði átt að setja fjármunina í sjóð og þá stæðu allir fjölmiðlar jafnir.
Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Sjá meira