Innlent

Óveður undir Hafnarfjalli og snjókoma á Hellisheiði

MYND/Stefán

Vegagerðin varar við óveðri undir Hafnarfjalli og hálku og snjókomu á Hellisheiði. Þá eru hálkublettir í Þrengslum og víða er snjókoma og snjóþekja í uppsveitum Árnessýslu. Snjóþekja er á Fróðarheiði og sömu sögu er að segja víða á fjallvegum á Vestfjörðum. Hálkublettir eru við Mývatn, hálka á Öxi og hálkublettir á Breiðdalsheiði og á Fjarðarheiði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×