Innlent

Segir ráðherra fara með rangt mál

Ólafur M. Magnússon, eigandi Mjólku.
Ólafur M. Magnússon, eigandi Mjólku. MYND/Pjetur

Ólafur M. Magnússon, eigandi Mjólku, segir að Einar K. Guðfinnsson landbúnaðarráðherra hafi farið með rangt mál í fréttum Stöðvar 2 nú fyrr í kvöld. Þar sagði Einar ekki rétt að lögfræðingur Mjólkursamsölunnar hafi komið að gerð frumvarps um breytingar á verðlagningu búvara eins og Ólafur heldur fram.

Ólafur segir ummæli ráðherrans skrítin í ljósi þess að hann hafi sjálfur fengið það staðfest hjá Arnóri Snæbjörnssyni, lögfræðingi ráðuneytisins fyrr í dag, að lögfræðiskrifstofan Logos hafi komið að gerð frumvarpsins. Logos starfar einnig fyrir Mjólkursamsöluna að sögn Ólafs. Ólafur bendir einnig á að sama lögfræðifyrirtæki hafi komið að gerð álits sem fylgir lögum þeim sem gera Mjólkursamsöluna undanþegna ákvæðum samkepnnislaga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×