Þróunin í sveitunum ekki háskaleg 13. nóvember 2007 14:27 MYND/GVA Einar K. Guðfinnsson landbúnaðarráðherra segir að fátt bendi til að þróunin í sveitum landsins sé á nokkurn hátt háskalega og að hún leiði til tjóns fyrir sveitirnar. Þetta kom fram í máli hans við utandagskrárumræðu um uppkaup á jörðum og verndun landbúnaðarlands. Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri - grænna, var málshefjandi og benti á að sátt hefði verið um það í lanindu að bændur væru vörslumenn lands síns og framleiddu hollar vörur á landinu. Uppkaup fjársterkra aðila á jörðum stefndu þessari stöðu og sátt í voða.Benti hann á að sami aðili ætti tíu jarðir í Vopnafirði og þá hefði annar aðili verið að kaupa upp jarðir í Borgarfirði. Spurði hann ráðherra hvort til greina kæmi að endurskoða jarðalög og setja kvaðir um búsetu á jörðum og hámarksfjölda eigna eins og gert hefði verið í nágrannalöndunum til þess að vernda landbúnaðarland.Einar K. Guðfinnsson landbúnaðarráðherra benti á að miklar breytingar hefðu orðið á búskaparháttum hér á landi á síðustu árum. Nýjar greinar hefðu komið til, eins og hestamennska, skógrækt og ferðamennska, og jarðir sem ekki hefðu verið nýttar áður væru nú nýttar undir hinar nýju greinar.Þá sagði hann þróunina í sveitum landsins allt aðra en í lok síðustu aldar. Þá hafi jarðir verið að fara í eyði og menn talað um að ljósin væru að slokkna í sveitum landsins. Bændur hafi verið í fátæktargildrum og hefðu ekki geta selt jarðir sínar. Á því hefði orðið breyting og þar sem ljósin hefðu slokknað áður hefðu þau kviknað á ný með nýrri atvinnustarfsemi.Eignamyndun hefði átt sér stað í sveitunum og lögbýlum hefði fjölgað frá því sem áður var. Spurði hann hvort málshefjandi teldi það vont að bændur væru að verða eignamenn. Þá sagðist hann ekki trúa því að Jón Bjarnason vildi vinna gegn því að fólk flytti aftur í sveitirnar.Enn fremur benti Einar á að 84 prósent manna ættu eitt lögbýli og fá dæmi væru hér á landi um jarðasöfnun. Því væri fátt sem benti til þess að þróunin væri á nokkurn hátt háskaleg eða leiddi til tjóns fyrir sveitina.Fleiri þingmenn tóku til máls og fögnuðu því að bændur gætu selt eignir sínar og að lögbýlum hefði fjölgað. Það væri betri staða en að sveitirnar færu í eyði. Hins vegar var einnig bent á að það þyrfti fylgjast vel með þeirri þróun að einstaklingar söfnuðu að sér jörðum. Þá var enn fremur bent á að þróunin hefði það í för með sér að ungt fólk ætti ekki mikla möguleika á að hefja búskap í dag. Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson landbúnaðarráðherra segir að fátt bendi til að þróunin í sveitum landsins sé á nokkurn hátt háskalega og að hún leiði til tjóns fyrir sveitirnar. Þetta kom fram í máli hans við utandagskrárumræðu um uppkaup á jörðum og verndun landbúnaðarlands. Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri - grænna, var málshefjandi og benti á að sátt hefði verið um það í lanindu að bændur væru vörslumenn lands síns og framleiddu hollar vörur á landinu. Uppkaup fjársterkra aðila á jörðum stefndu þessari stöðu og sátt í voða.Benti hann á að sami aðili ætti tíu jarðir í Vopnafirði og þá hefði annar aðili verið að kaupa upp jarðir í Borgarfirði. Spurði hann ráðherra hvort til greina kæmi að endurskoða jarðalög og setja kvaðir um búsetu á jörðum og hámarksfjölda eigna eins og gert hefði verið í nágrannalöndunum til þess að vernda landbúnaðarland.Einar K. Guðfinnsson landbúnaðarráðherra benti á að miklar breytingar hefðu orðið á búskaparháttum hér á landi á síðustu árum. Nýjar greinar hefðu komið til, eins og hestamennska, skógrækt og ferðamennska, og jarðir sem ekki hefðu verið nýttar áður væru nú nýttar undir hinar nýju greinar.Þá sagði hann þróunina í sveitum landsins allt aðra en í lok síðustu aldar. Þá hafi jarðir verið að fara í eyði og menn talað um að ljósin væru að slokkna í sveitum landsins. Bændur hafi verið í fátæktargildrum og hefðu ekki geta selt jarðir sínar. Á því hefði orðið breyting og þar sem ljósin hefðu slokknað áður hefðu þau kviknað á ný með nýrri atvinnustarfsemi.Eignamyndun hefði átt sér stað í sveitunum og lögbýlum hefði fjölgað frá því sem áður var. Spurði hann hvort málshefjandi teldi það vont að bændur væru að verða eignamenn. Þá sagðist hann ekki trúa því að Jón Bjarnason vildi vinna gegn því að fólk flytti aftur í sveitirnar.Enn fremur benti Einar á að 84 prósent manna ættu eitt lögbýli og fá dæmi væru hér á landi um jarðasöfnun. Því væri fátt sem benti til þess að þróunin væri á nokkurn hátt háskaleg eða leiddi til tjóns fyrir sveitina.Fleiri þingmenn tóku til máls og fögnuðu því að bændur gætu selt eignir sínar og að lögbýlum hefði fjölgað. Það væri betri staða en að sveitirnar færu í eyði. Hins vegar var einnig bent á að það þyrfti fylgjast vel með þeirri þróun að einstaklingar söfnuðu að sér jörðum. Þá var enn fremur bent á að þróunin hefði það í för með sér að ungt fólk ætti ekki mikla möguleika á að hefja búskap í dag.
Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira