Enski boltinn

Andy Johnson fær nýjan samning hjá Everton

NordicPhotos/GettyImages

Enski landsliðsmaðurinn Andy Johnson hefur gert langtímasamning við Everton. Johnson er 26 ára gamall og hafði undanfarið verið orðaður nokkuð við West Ham. Hann hefur skoraði 13 mörk fyrir félagið síðan hann gekk í raðir þeirra bláu frá Crystal Palace fyrir 8,6 milljónir punda árið 2006.

"Við erum rosalega ánægðir með ákvörðun hans og stefnum á að halda öllum okkar bestu leikmönnum innan raða félagsins. Andy er stór þáttur í framtíðaráformum okkar hér," sagði stjórnarformaðurinn Bill Kenwright.

Johnson skrifaði upphaflega undir fimm ára samning við Everton, en sá nýi kemur nú í stað þess gamla. Johnson er enn að ná sér eftir að hafa farið í ökklauppskurð í sumar og hefur hann aðeins skorað eitt mark á leiktíðinni til þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×