Enski boltinn

City vann Sunderland

Elvar Geir Magnússon skrifar
Stephen Ireland skoraði sigurmarkið í leiknum í kvöld með fallegu skoti.
Stephen Ireland skoraði sigurmarkið í leiknum í kvöld með fallegu skoti.

Einn leikur var í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Manchester City tók á móti Sunderland og vann 1-0 sigur í heldur bragðdaufum fótboltaleik. Stephen Ireland skoraði eina mark leiksins með góðu skoti á 67. mínútu.

City komst með sigrinum upp í þriðja sæti deildarinnar, er með tveimur stigum minna en toppliðin Arsenal og Manchester United.

Sunderland er hinsvegar áfram í fimmtánda sætinu. Þess má geta að knattspyrnustjóri liðsins, Roy Keane, fékk óblíðar móttökur frá stuðningsmönnum City í kvöld.

Þetta var sjöundi sigur Manchester City á heimavelli í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×