Vilja færa ákvæði stjórnarskrár til nútímans 1. nóvember 2007 15:55 MYND/GVA Þrír þingmenn Samfylkingarinnar, Ellert B. Schram, Gunnar Svavarsson og Katrín Júlíusdóttir, hafa lagt fram frumvarp um breytingu á ákvæðum stjórnarskrárinnar sem snúa að forsetanum. Í 8. grein stjórnarskrárinnar er kveðið á um að ef forseti Íslands geti ekki gegnt störfum um sinn vegna dvalar erlendis, sjúkleika eða af öðrum ástæðum skulu forsætisráðherra, forseti Alþingis og forseti Hæstaréttar fara með vald forseta. Vilja þingmennirnir að orðunum um að forseti geti ekki gegnt störfum vegna dvalar erlendis verði sleppt úr stjórnarskrárgreininni. Bent er á að ákvæðið hafi verið sett inn þegar samgöngur og fjarskipti voru allt önnur og minni en nú þekkist. Hver sem er, forsetinn sem aðrir, geti skroppið til útlanda að morgni og komið heim að kvöldi. Því hafi forseti landsins öll tök á að fylgjast með og sinna skyldum sínum enda þótt hann fari utan í nokkra daga. „Auðvitað þarf forseti Íslands að sinna opinberum heimsóknum og koma fram í nafni þjóðarinnar á margvíslegan hátt. Núverandi forseti hefur sömuleiðis verið ötull við að styðja við bakið á íslenskum fyrirtækjum og viðskiptamönnum, sem eru að hasla sér og íslensku framtaki völl á erlendri grund. Forseti Íslands má og getur farið í einkaerindum til útlanda og farið í leyfi til annarra landa. Störf forseta eru að breytast í krafti hnattvæðingar, útrásar og breyttra áherslna í verkahring embættisins. Hann er ekki lengur eingöngu til „heimabrúks"," segir í greinargerð með frumvarpinu. „Það fyrirkomulag að þrír aðrir einstaklingar gegni starfi forseta Íslands þótt hann bregði sér „á milli bæja" er óþarfi. Og raunar einsdæmi. Það er þar að auki barn síns tíma. Forsetinn er áfram forseti þótt hann sé erlendis," segir þar enn fremur. Þá benda flutningsmenn frumvarpsins að ákvæðinu fylgi mikill kostnaður því þeirvaldsmenn sem taka við forsetaembættinu í hvert skipti sem forseti Íslands hverfur úr landi fá greidd laun fyrir ómakið og upplýst hafi verið í fjölmiðlum að sá kostnaður nemi milljónum króna. „Það er óþægileg umræða og ástæðulaus útgjöld, sem hægt er að spara eftir þá breytingu sem hér er lögð til," segir enn fremur í greinargerðinni. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Þrír þingmenn Samfylkingarinnar, Ellert B. Schram, Gunnar Svavarsson og Katrín Júlíusdóttir, hafa lagt fram frumvarp um breytingu á ákvæðum stjórnarskrárinnar sem snúa að forsetanum. Í 8. grein stjórnarskrárinnar er kveðið á um að ef forseti Íslands geti ekki gegnt störfum um sinn vegna dvalar erlendis, sjúkleika eða af öðrum ástæðum skulu forsætisráðherra, forseti Alþingis og forseti Hæstaréttar fara með vald forseta. Vilja þingmennirnir að orðunum um að forseti geti ekki gegnt störfum vegna dvalar erlendis verði sleppt úr stjórnarskrárgreininni. Bent er á að ákvæðið hafi verið sett inn þegar samgöngur og fjarskipti voru allt önnur og minni en nú þekkist. Hver sem er, forsetinn sem aðrir, geti skroppið til útlanda að morgni og komið heim að kvöldi. Því hafi forseti landsins öll tök á að fylgjast með og sinna skyldum sínum enda þótt hann fari utan í nokkra daga. „Auðvitað þarf forseti Íslands að sinna opinberum heimsóknum og koma fram í nafni þjóðarinnar á margvíslegan hátt. Núverandi forseti hefur sömuleiðis verið ötull við að styðja við bakið á íslenskum fyrirtækjum og viðskiptamönnum, sem eru að hasla sér og íslensku framtaki völl á erlendri grund. Forseti Íslands má og getur farið í einkaerindum til útlanda og farið í leyfi til annarra landa. Störf forseta eru að breytast í krafti hnattvæðingar, útrásar og breyttra áherslna í verkahring embættisins. Hann er ekki lengur eingöngu til „heimabrúks"," segir í greinargerð með frumvarpinu. „Það fyrirkomulag að þrír aðrir einstaklingar gegni starfi forseta Íslands þótt hann bregði sér „á milli bæja" er óþarfi. Og raunar einsdæmi. Það er þar að auki barn síns tíma. Forsetinn er áfram forseti þótt hann sé erlendis," segir þar enn fremur. Þá benda flutningsmenn frumvarpsins að ákvæðinu fylgi mikill kostnaður því þeirvaldsmenn sem taka við forsetaembættinu í hvert skipti sem forseti Íslands hverfur úr landi fá greidd laun fyrir ómakið og upplýst hafi verið í fjölmiðlum að sá kostnaður nemi milljónum króna. „Það er óþægileg umræða og ástæðulaus útgjöld, sem hægt er að spara eftir þá breytingu sem hér er lögð til," segir enn fremur í greinargerðinni.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira