Menn njóti rjúpnaveiða 1. nóvember 2007 15:06 Varaformaður Skotveiðifélags Íslands segir nýhafið rjúpnaveiðitímabil leggjast vel í veiðimenn og að félagið sé fylgjandi þeirri aðferðafræði sem stjórnvöld noti við ákvörðun um rjúpnaveiðar. Hann leggur áherslu á að menn njóti þess að vera á veiðum og segir veiðimenn almennt jákvæða gagnvart hófsamlegum veiðum. Rjúpnaveiðitímabilið hófst í dag og hafa þegar borist fregnir af mönnum á veiðum. Veiðitímabilið stendur fram til 30. nóvember og má aðeins veiða á fimmtudögum, föstudögum, laugardögum og sunnudögum. Umhverfisráðuneytið mælir með að 38 þúsund fuglar verði veiddir að hámarki og áfram ríki sölubann á rjúpum og rjúpnaafurðum. „Við teljum að stjórnvöld séu að gera rétta hluti og gera þetta vísindalega," segir Davíð Ingason, varaformaður Skotvís, og segir samstarf við Náttúrufræðistofnun Íslands mjög gott. Félagið hjálpi meðal annars til við rjúpnatalningar. Davíð segir aðspurður að félagið hafi gert ýmislegt til þess að hvetja menn til hófsamrar veiði, meðal annars haldið fundi og auglýst. „Við höfum um margra ára skeið lagt áherslu á siðfræði veiðanna. Það er ekki lengur þannig að menn séu að veiða til að bjarga heimilinu, það er löngu liðin tíð sem betur fer. Menn eiga að njóta þess að vera á veiðum en ekki vera í einhverju akkorði," segir Davíð. Davíð segir veiðarnar fara fram nánast um allt land en stórt svæði á Suðvesturlandi er friðað. Aðspurður hvort hann hyggist sjálfur veiða rjúpur segir Davíð að hann skreppi hugsanlega um helgina. Umhverfisstofnun vekur athygli á því að skotveiðar eru bannaðar í þjóðgörðum landsins og á friðlýstum nátttúruverndarsvæðum. Hvetur stofnunin rjúpnaveiðimenn til að kynna sér vandlega reglur um þjóðgarða og friðlýst svæði áður en haldið er til veiða. Þær upplýsingar er að finna á heimasíðu Umhverfisstofnunar, www.ust.is, og í prentaðri veiðidagbók sem allir handhafar veiðikorta fá senda árlega. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Varaformaður Skotveiðifélags Íslands segir nýhafið rjúpnaveiðitímabil leggjast vel í veiðimenn og að félagið sé fylgjandi þeirri aðferðafræði sem stjórnvöld noti við ákvörðun um rjúpnaveiðar. Hann leggur áherslu á að menn njóti þess að vera á veiðum og segir veiðimenn almennt jákvæða gagnvart hófsamlegum veiðum. Rjúpnaveiðitímabilið hófst í dag og hafa þegar borist fregnir af mönnum á veiðum. Veiðitímabilið stendur fram til 30. nóvember og má aðeins veiða á fimmtudögum, föstudögum, laugardögum og sunnudögum. Umhverfisráðuneytið mælir með að 38 þúsund fuglar verði veiddir að hámarki og áfram ríki sölubann á rjúpum og rjúpnaafurðum. „Við teljum að stjórnvöld séu að gera rétta hluti og gera þetta vísindalega," segir Davíð Ingason, varaformaður Skotvís, og segir samstarf við Náttúrufræðistofnun Íslands mjög gott. Félagið hjálpi meðal annars til við rjúpnatalningar. Davíð segir aðspurður að félagið hafi gert ýmislegt til þess að hvetja menn til hófsamrar veiði, meðal annars haldið fundi og auglýst. „Við höfum um margra ára skeið lagt áherslu á siðfræði veiðanna. Það er ekki lengur þannig að menn séu að veiða til að bjarga heimilinu, það er löngu liðin tíð sem betur fer. Menn eiga að njóta þess að vera á veiðum en ekki vera í einhverju akkorði," segir Davíð. Davíð segir veiðarnar fara fram nánast um allt land en stórt svæði á Suðvesturlandi er friðað. Aðspurður hvort hann hyggist sjálfur veiða rjúpur segir Davíð að hann skreppi hugsanlega um helgina. Umhverfisstofnun vekur athygli á því að skotveiðar eru bannaðar í þjóðgörðum landsins og á friðlýstum nátttúruverndarsvæðum. Hvetur stofnunin rjúpnaveiðimenn til að kynna sér vandlega reglur um þjóðgarða og friðlýst svæði áður en haldið er til veiða. Þær upplýsingar er að finna á heimasíðu Umhverfisstofnunar, www.ust.is, og í prentaðri veiðidagbók sem allir handhafar veiðikorta fá senda árlega.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira