Meint verðsamráð rætt á Alþingi 1. nóvember 2007 11:11 Þingmenn úr öllum flokkum kvöddu sér hljóðs við upphaf þingfundar í dag til þess aðræða fréttir af meintu verðsamráði matvöruverslana hér á landi. Allir voru þingmennirnir sammála um að ef fréttirnar reynast réttar sé um grafalvarlegt mál að ræða. Stjórnarandstöðuþingmenn deildu á fjársvelti hjá samkeppnisyfirvöldum og stjórnarþingmenn sögðu að ríkistjórninni væri sérstaklega umhugað um neytendamál. Það var Atli Gíslason þingmaður VG sem hóf umræðuna undir liðnum „störf þingsins". Hann sagði að svo virtist vera sem opinbert eftirlit í verðlagsmálum sé í molum. Hann spurði hvað ríkisstjórnin ætli sér að gera í þessum málum, hvernig bregðast eigi við því „ábyrgðalausa frelsi" sem nú ríki á neytendamarkaði. Atli skoraði líka á neytendur að vera á varðbergi gagnvart því hvað verið sé að rukka fyrir vöruna. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar og formaður viðskiptanefndar þingsins tók undir með Atla og sagði fréttirnar af meintu samráði alvarlegar reynist þær réttar. Hann sagði að viðskiptanefnd muni heimsækja samkeppniseftirlitið á morgun og þar muni þessi mál án efa bera á góma. Ágúst benti einnig á að samkvæmt fjárlögum standi til að auka fjárveitingar til Samkeppniseftirlitsins um 50 prósent á næstu tveimur árum. Hann sagði ríkisstjórnina setja neytendamálin á oddinn. Ágúst ítrekaði að engar sannanir lægju fyrir um samráð verslana en mikilvægt væri að eyða þeirri tortryggni sem fréttir gærdagsins hafi vakið. Fleiri þingmenn fylgdu í kjölfarið, Pétur Blöndal sagði til dæmis nauðsynlegt að rannsaka málið og sagði með ólíkindum ef verð vöru væri að breytast á leiðinni úr hillu og að kassa. Lúðvík Bergvinsson benti á að hámarks refsing við verðsamráði væri sex ára fangelsi. Því væri afar mikilvægt að þeir sem kynnu að búa yfir upplýsingum um dæmi af því tagi komi þeim til réttra aðila. Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandir viðskiptaráðherra, sté í pontu og sagðist undrandi á málflutningu þeirra þingmanna sem töluðu á þann veg að viðskiptaráðherra ætti að beita sér í málinu. Samkeppniseftirlitið væri algjörlega óháð stofnun og það væri afar óeðlilegt ef ráðherra eða aðrir stjórnmálamenn færu að skipta sér af störfum stofnunarinnar. Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira
Þingmenn úr öllum flokkum kvöddu sér hljóðs við upphaf þingfundar í dag til þess aðræða fréttir af meintu verðsamráði matvöruverslana hér á landi. Allir voru þingmennirnir sammála um að ef fréttirnar reynast réttar sé um grafalvarlegt mál að ræða. Stjórnarandstöðuþingmenn deildu á fjársvelti hjá samkeppnisyfirvöldum og stjórnarþingmenn sögðu að ríkistjórninni væri sérstaklega umhugað um neytendamál. Það var Atli Gíslason þingmaður VG sem hóf umræðuna undir liðnum „störf þingsins". Hann sagði að svo virtist vera sem opinbert eftirlit í verðlagsmálum sé í molum. Hann spurði hvað ríkisstjórnin ætli sér að gera í þessum málum, hvernig bregðast eigi við því „ábyrgðalausa frelsi" sem nú ríki á neytendamarkaði. Atli skoraði líka á neytendur að vera á varðbergi gagnvart því hvað verið sé að rukka fyrir vöruna. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar og formaður viðskiptanefndar þingsins tók undir með Atla og sagði fréttirnar af meintu samráði alvarlegar reynist þær réttar. Hann sagði að viðskiptanefnd muni heimsækja samkeppniseftirlitið á morgun og þar muni þessi mál án efa bera á góma. Ágúst benti einnig á að samkvæmt fjárlögum standi til að auka fjárveitingar til Samkeppniseftirlitsins um 50 prósent á næstu tveimur árum. Hann sagði ríkisstjórnina setja neytendamálin á oddinn. Ágúst ítrekaði að engar sannanir lægju fyrir um samráð verslana en mikilvægt væri að eyða þeirri tortryggni sem fréttir gærdagsins hafi vakið. Fleiri þingmenn fylgdu í kjölfarið, Pétur Blöndal sagði til dæmis nauðsynlegt að rannsaka málið og sagði með ólíkindum ef verð vöru væri að breytast á leiðinni úr hillu og að kassa. Lúðvík Bergvinsson benti á að hámarks refsing við verðsamráði væri sex ára fangelsi. Því væri afar mikilvægt að þeir sem kynnu að búa yfir upplýsingum um dæmi af því tagi komi þeim til réttra aðila. Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandir viðskiptaráðherra, sté í pontu og sagðist undrandi á málflutningu þeirra þingmanna sem töluðu á þann veg að viðskiptaráðherra ætti að beita sér í málinu. Samkeppniseftirlitið væri algjörlega óháð stofnun og það væri afar óeðlilegt ef ráðherra eða aðrir stjórnmálamenn færu að skipta sér af störfum stofnunarinnar.
Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira