Vill hækka lendingargjöld til að fækka einkaþotum 5. nóvember 2007 16:00 Kristján L. Möller samgönguráðherra hefur í hyggju að hækka lendingargjöld á Reykjavíkurflugvelli, meðal annars til þess að draga úr lendingum einkaþotna á vellinum. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.Það var flokkssystir Kristjáns og formaður samgöngunefndar, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, sem innti ráðherra eftir afstöðu hans til flugs og lendinga einkaþotna á Reykjavíkurflugvelli. Benti hún á að lendingum þeirra hefði fjölgað umtalsvert á síðustu misserum með tilheyrandi mengun og hávaða. Þeir sem byggju við flugvallarstæðið hefðu bæði af þessu áhyggjur og ama.Sagði hún þróunina hafa verið þá að draga úr umferð á flugvellinum og því skyti það skökku við að sjá þessa aukningu í lendingum og flugi einkaþotna. Spurði hún ráðherra hvort hann deildi ekki þeirri framtíðarsýn með henni að þessi umferð ætti fremur heima á Keflavíkurflugvelli.Samgönguráðherra greindi frá því að hann hefði nýlega fundað með fulltrúum frá Flugstoðum. Þar hefði meðal annars komið fram að hreyfingar í millilandaflugi á Reykjavíkurflugvelli, það er lendingar og brottfarir, hefðu verið 4500 í fyrra og líklega 3600 það sem af væri þessu ári.Þetta hefði komið til tals vegna þeirra tekna sem flugmálayfirvöld hefðu af þessu flugi. Það hefði komið honum á óvart að tekjurnar væru ekki háar og unnið væri að því að breyta því þannig að tekjurnar myndu aukast. Sagði ráðherra að með því að hækka lendingargjöldin á Reykjavíkurflugvelli mætti leiða líkur að því að lendingum einkaþotna myndi fækka.Steinunn Valdís þakkaði svarið og benti á að þótt þau flokkssystkinin væru ekki alltaf sammála um um flugvöllinn í Reykjavík þá heyrðist henni þau vera sammála um að þetta flug ætti ekki heima á Reykjavíkurflugvelli. Hún horfði ekki á málið út frá tekjum heldur fremur mengun og ekki síður hávaðamengun.Kristján sagði að málefni Reykjavíkurflugvallar væru í vinnslu. Hann hefði átt góðan fund um daginn með fulltrúum betri byggðar þar sem fram hefði komið að skortur væri á veðurfarsrannsóknum á Hólmsheiði, sem nefnd hefur verið sem hugsanlegt nýtt flugvallarstæði í Reykjavík. Sagði ráðherra að þær veðurfarsrannsóknir væru nú hafnar. Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Fleiri fréttir Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Sjá meira
Kristján L. Möller samgönguráðherra hefur í hyggju að hækka lendingargjöld á Reykjavíkurflugvelli, meðal annars til þess að draga úr lendingum einkaþotna á vellinum. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.Það var flokkssystir Kristjáns og formaður samgöngunefndar, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, sem innti ráðherra eftir afstöðu hans til flugs og lendinga einkaþotna á Reykjavíkurflugvelli. Benti hún á að lendingum þeirra hefði fjölgað umtalsvert á síðustu misserum með tilheyrandi mengun og hávaða. Þeir sem byggju við flugvallarstæðið hefðu bæði af þessu áhyggjur og ama.Sagði hún þróunina hafa verið þá að draga úr umferð á flugvellinum og því skyti það skökku við að sjá þessa aukningu í lendingum og flugi einkaþotna. Spurði hún ráðherra hvort hann deildi ekki þeirri framtíðarsýn með henni að þessi umferð ætti fremur heima á Keflavíkurflugvelli.Samgönguráðherra greindi frá því að hann hefði nýlega fundað með fulltrúum frá Flugstoðum. Þar hefði meðal annars komið fram að hreyfingar í millilandaflugi á Reykjavíkurflugvelli, það er lendingar og brottfarir, hefðu verið 4500 í fyrra og líklega 3600 það sem af væri þessu ári.Þetta hefði komið til tals vegna þeirra tekna sem flugmálayfirvöld hefðu af þessu flugi. Það hefði komið honum á óvart að tekjurnar væru ekki háar og unnið væri að því að breyta því þannig að tekjurnar myndu aukast. Sagði ráðherra að með því að hækka lendingargjöldin á Reykjavíkurflugvelli mætti leiða líkur að því að lendingum einkaþotna myndi fækka.Steinunn Valdís þakkaði svarið og benti á að þótt þau flokkssystkinin væru ekki alltaf sammála um um flugvöllinn í Reykjavík þá heyrðist henni þau vera sammála um að þetta flug ætti ekki heima á Reykjavíkurflugvelli. Hún horfði ekki á málið út frá tekjum heldur fremur mengun og ekki síður hávaðamengun.Kristján sagði að málefni Reykjavíkurflugvallar væru í vinnslu. Hann hefði átt góðan fund um daginn með fulltrúum betri byggðar þar sem fram hefði komið að skortur væri á veðurfarsrannsóknum á Hólmsheiði, sem nefnd hefur verið sem hugsanlegt nýtt flugvallarstæði í Reykjavík. Sagði ráðherra að þær veðurfarsrannsóknir væru nú hafnar.
Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Fleiri fréttir Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Sjá meira