Vill hækka lendingargjöld til að fækka einkaþotum 5. nóvember 2007 16:00 Kristján L. Möller samgönguráðherra hefur í hyggju að hækka lendingargjöld á Reykjavíkurflugvelli, meðal annars til þess að draga úr lendingum einkaþotna á vellinum. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.Það var flokkssystir Kristjáns og formaður samgöngunefndar, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, sem innti ráðherra eftir afstöðu hans til flugs og lendinga einkaþotna á Reykjavíkurflugvelli. Benti hún á að lendingum þeirra hefði fjölgað umtalsvert á síðustu misserum með tilheyrandi mengun og hávaða. Þeir sem byggju við flugvallarstæðið hefðu bæði af þessu áhyggjur og ama.Sagði hún þróunina hafa verið þá að draga úr umferð á flugvellinum og því skyti það skökku við að sjá þessa aukningu í lendingum og flugi einkaþotna. Spurði hún ráðherra hvort hann deildi ekki þeirri framtíðarsýn með henni að þessi umferð ætti fremur heima á Keflavíkurflugvelli.Samgönguráðherra greindi frá því að hann hefði nýlega fundað með fulltrúum frá Flugstoðum. Þar hefði meðal annars komið fram að hreyfingar í millilandaflugi á Reykjavíkurflugvelli, það er lendingar og brottfarir, hefðu verið 4500 í fyrra og líklega 3600 það sem af væri þessu ári.Þetta hefði komið til tals vegna þeirra tekna sem flugmálayfirvöld hefðu af þessu flugi. Það hefði komið honum á óvart að tekjurnar væru ekki háar og unnið væri að því að breyta því þannig að tekjurnar myndu aukast. Sagði ráðherra að með því að hækka lendingargjöldin á Reykjavíkurflugvelli mætti leiða líkur að því að lendingum einkaþotna myndi fækka.Steinunn Valdís þakkaði svarið og benti á að þótt þau flokkssystkinin væru ekki alltaf sammála um um flugvöllinn í Reykjavík þá heyrðist henni þau vera sammála um að þetta flug ætti ekki heima á Reykjavíkurflugvelli. Hún horfði ekki á málið út frá tekjum heldur fremur mengun og ekki síður hávaðamengun.Kristján sagði að málefni Reykjavíkurflugvallar væru í vinnslu. Hann hefði átt góðan fund um daginn með fulltrúum betri byggðar þar sem fram hefði komið að skortur væri á veðurfarsrannsóknum á Hólmsheiði, sem nefnd hefur verið sem hugsanlegt nýtt flugvallarstæði í Reykjavík. Sagði ráðherra að þær veðurfarsrannsóknir væru nú hafnar. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Fleiri fréttir Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Sjá meira
Kristján L. Möller samgönguráðherra hefur í hyggju að hækka lendingargjöld á Reykjavíkurflugvelli, meðal annars til þess að draga úr lendingum einkaþotna á vellinum. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.Það var flokkssystir Kristjáns og formaður samgöngunefndar, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, sem innti ráðherra eftir afstöðu hans til flugs og lendinga einkaþotna á Reykjavíkurflugvelli. Benti hún á að lendingum þeirra hefði fjölgað umtalsvert á síðustu misserum með tilheyrandi mengun og hávaða. Þeir sem byggju við flugvallarstæðið hefðu bæði af þessu áhyggjur og ama.Sagði hún þróunina hafa verið þá að draga úr umferð á flugvellinum og því skyti það skökku við að sjá þessa aukningu í lendingum og flugi einkaþotna. Spurði hún ráðherra hvort hann deildi ekki þeirri framtíðarsýn með henni að þessi umferð ætti fremur heima á Keflavíkurflugvelli.Samgönguráðherra greindi frá því að hann hefði nýlega fundað með fulltrúum frá Flugstoðum. Þar hefði meðal annars komið fram að hreyfingar í millilandaflugi á Reykjavíkurflugvelli, það er lendingar og brottfarir, hefðu verið 4500 í fyrra og líklega 3600 það sem af væri þessu ári.Þetta hefði komið til tals vegna þeirra tekna sem flugmálayfirvöld hefðu af þessu flugi. Það hefði komið honum á óvart að tekjurnar væru ekki háar og unnið væri að því að breyta því þannig að tekjurnar myndu aukast. Sagði ráðherra að með því að hækka lendingargjöldin á Reykjavíkurflugvelli mætti leiða líkur að því að lendingum einkaþotna myndi fækka.Steinunn Valdís þakkaði svarið og benti á að þótt þau flokkssystkinin væru ekki alltaf sammála um um flugvöllinn í Reykjavík þá heyrðist henni þau vera sammála um að þetta flug ætti ekki heima á Reykjavíkurflugvelli. Hún horfði ekki á málið út frá tekjum heldur fremur mengun og ekki síður hávaðamengun.Kristján sagði að málefni Reykjavíkurflugvallar væru í vinnslu. Hann hefði átt góðan fund um daginn með fulltrúum betri byggðar þar sem fram hefði komið að skortur væri á veðurfarsrannsóknum á Hólmsheiði, sem nefnd hefur verið sem hugsanlegt nýtt flugvallarstæði í Reykjavík. Sagði ráðherra að þær veðurfarsrannsóknir væru nú hafnar.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Fleiri fréttir Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Sjá meira