Þóra í Atlanta fær hálfa milljón 31. október 2007 16:41 Þóra í Atlanta fær hálfa milljón. Eiríkur Jónsson blaðamaður var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir meiðyrði í garð Þóru Guðmundsdóttur í Atlanta og dæmdur til þess að greiða henni 500 þúsund krónur í skaðabætur. Um er að ræða grein sem birtist í Séð og heyrt undir fyrirsögninni "Þóra er blönk" og er Eiríkur höfundur greinarinnar. Snérist málið um einbýlishús sem Þóra lét byggja fyrir sig og gekk þeim sem það gerði erfiðlega að fá greitt fyrir vinnu sína. Mikael Torfasyni þáverandi ritstjóra Séð og heyrt var einnig stefnt en hann var sýknaður. Þorsteinn Svanur Jónsson sem seldi Þóru einbýlishúsið var einnig sýknaður. En Þorsteinn höfðaði mál gegn Þóru sem var þingfest skömmu áður en umdeild ummæli birtust í Séð og heyrt. Þau náðu sátt í því máli og málið því fellt niður. Eftirfarandi ummæli voru hinsvegar dæmd dauð og ómerk "Þóra er blönk" "Þóra Guðmundsdóttir í Atlanta hefur látið byggja stærsta einbýlishús í Kópavogi í Asparhvarfi en gallin er bara sá að hún hefur ekki enn borgað krónu í því." "Hann er að bíða eftir 120 milljónum frá einni ríkustu konu landsins. Sjálfur er hann farinn að halda að Þóra sé blönk." "Svanur í Trompverki segist hafa ætlað að afhenda Þóru húsið fyrir ári en ekki gert það þar sem hún hafi ekki enn borgað krónu í því." Einnig voru nokkur ummæli sem Þorsteinn Svanur lét hafa eftir sér dæmd dauð og ómerk. "Hún hlýtur að vera orðin blönk...." "Og hún virðist blönk því hún hefur ekki einu sinni greitt gatnagerðargjöldin, hvað þá sérpöntuðu flísarnar frá Kína sem ég pantaði og klæddi húsið með að utan." "Nema hún sé orðin blönk...." Ummælin "Þóra í Atlanta borgar mér ekki" sem birtust á forsíðu blaðsins eru hinsvegar ekki dæmd dauð og ómerk eins og farið var fram á. "Ég er bara mjög ánægð með þetta og ætla ekki að fara út í nein smáatriði," segir Þóra Guðmundsdóttir í samtali við Vísi. Hún ætlar ekki að fara með mál Mikaels og Þorsteins Svans lengra en þeir voru sýknaðir eins og fyrr segir. "Ég ætla bara að láta staðar numið hér," sagði Þóra greinilega ánægð. Mikael Torfason var ekki búinn að lesa dóminn þegar Vísir náði af honum tali og vildi því ekki tjá sig efnislega um hann. Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Eiríkur Jónsson blaðamaður var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir meiðyrði í garð Þóru Guðmundsdóttur í Atlanta og dæmdur til þess að greiða henni 500 þúsund krónur í skaðabætur. Um er að ræða grein sem birtist í Séð og heyrt undir fyrirsögninni "Þóra er blönk" og er Eiríkur höfundur greinarinnar. Snérist málið um einbýlishús sem Þóra lét byggja fyrir sig og gekk þeim sem það gerði erfiðlega að fá greitt fyrir vinnu sína. Mikael Torfasyni þáverandi ritstjóra Séð og heyrt var einnig stefnt en hann var sýknaður. Þorsteinn Svanur Jónsson sem seldi Þóru einbýlishúsið var einnig sýknaður. En Þorsteinn höfðaði mál gegn Þóru sem var þingfest skömmu áður en umdeild ummæli birtust í Séð og heyrt. Þau náðu sátt í því máli og málið því fellt niður. Eftirfarandi ummæli voru hinsvegar dæmd dauð og ómerk "Þóra er blönk" "Þóra Guðmundsdóttir í Atlanta hefur látið byggja stærsta einbýlishús í Kópavogi í Asparhvarfi en gallin er bara sá að hún hefur ekki enn borgað krónu í því." "Hann er að bíða eftir 120 milljónum frá einni ríkustu konu landsins. Sjálfur er hann farinn að halda að Þóra sé blönk." "Svanur í Trompverki segist hafa ætlað að afhenda Þóru húsið fyrir ári en ekki gert það þar sem hún hafi ekki enn borgað krónu í því." Einnig voru nokkur ummæli sem Þorsteinn Svanur lét hafa eftir sér dæmd dauð og ómerk. "Hún hlýtur að vera orðin blönk...." "Og hún virðist blönk því hún hefur ekki einu sinni greitt gatnagerðargjöldin, hvað þá sérpöntuðu flísarnar frá Kína sem ég pantaði og klæddi húsið með að utan." "Nema hún sé orðin blönk...." Ummælin "Þóra í Atlanta borgar mér ekki" sem birtust á forsíðu blaðsins eru hinsvegar ekki dæmd dauð og ómerk eins og farið var fram á. "Ég er bara mjög ánægð með þetta og ætla ekki að fara út í nein smáatriði," segir Þóra Guðmundsdóttir í samtali við Vísi. Hún ætlar ekki að fara með mál Mikaels og Þorsteins Svans lengra en þeir voru sýknaðir eins og fyrr segir. "Ég ætla bara að láta staðar numið hér," sagði Þóra greinilega ánægð. Mikael Torfason var ekki búinn að lesa dóminn þegar Vísir náði af honum tali og vildi því ekki tjá sig efnislega um hann.
Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira