Átta minniháttar árekstrar urðu á Akureyri í dag vegna hálku. Engan sakaði.
Að sögn lögreglunnar á Akureyri er fljúgandi hálka á götum Akureyrarbæjar og eru ökumenn beðnir um að aka varlega. Svo virðist sem veðrið hafi komið ökumönnum í opna skjöldu og mynduðust miklar biðraðir við dekkjaverkstæði í morgun.