Innlent

Seltjarnarnes einn allsherjar heitur reitur

Íbúar Seltjarnarness fá aðgang að þráðlausu netsambandi snemma á næsta ári, samkvæmt samkomulagi sem Seltjarnarnesbær og Vodafone kynntu í morgun.

Þetta þýðir að bæjarfélagið verður allt heitur reitur fyrir notendur fartölva. Notendur munu komast í þráðlaust háhraðanetsamband alls staðar í bænum. Vodafone annast uppbyggingu og rekstur kerfisins en Seltjarnarnesbær leggur fram rafmagn og aðstöðu.

Jónmundur Guðmarsson bæjarstjóri segir þetta lið í að bæta samkeppnisstöðu bæjarins, bæði varðandi fólk og fyrirtæki, en nú þegar hafa íbúar og fyrirtæki í bænum aðgang að tveimur ljósleiðarakerfum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×