Telur flugmenn hafa brugðist hárrétt við 29. október 2007 14:55 MYND/Víkurfréttir/Páll Ketilsson Framkvæmdastjóri flugfélagsins JetX, sem á flugvélina sem hafnaði utan flugbrautar á Keflavíkurflugvelli í fyrrinótt, telur að flugmenn vélarinnar hafi brugðist hárrétt við þeim aðstæðum sem komu upp í lendingunni. Eins og fram hefur komið í fréttum rannsakar Rannsóknarnefnd flugslysa atvikið. Fram kemur á heimasíðu nefndarinnar að í aðflugi að Keflavíkurflugvelli hafi áhöfn JetX-vélarinnar fengið þær upplýsingar að bremsuskilyrði hafi verið góð en með ís á stöku stað. Hins vegar hafi áhöfnin orðið vör við að bremsuskilyrðin voru ekki eins og hún bjóst við og þegar ljóst var að flugvélin myndi ekki stöðvast fyrir brautarendann reyndi flugstjórinn að beygja út af brautinni og inn á akbraut. Þá rann vélin í hálku og hafnaði með hægra aðalhjól og nefhjól utan akbrautar. Þurftu að grípa til harðrar lendingar Ingimar Haukur Ingimarsson, framkvæmdastjóri JetX, segir að áhöfn vélarinnar hafi í gær gefið skýrslu hjá Rannsóknarnefnd flugslysa og þá hafi forsvarsmenn fyrirtækisins einnig rætt við áhöfnina. Hann vísar í orð á heimasíðu Rannsóknarnefndar flugslysa um aðdraganda lendingarinnar og segir lendingarskilyrði ekki hafa verið góð. Flugmennirnir hafi þurft að grípa til svokallaðrar harðrar lendingar til þess að tryggja að vélin fengi gott grip en vélin sé byggð fyrir slíkt. Flugmennirnir hafi svo reynt að bremsa en flugbrautin hafi verið flughál og því hafi ekki verið við neitt ráðið. „Ég skil vel að upplifun farþega hafi ekki verið þægileg og fólki bregður þegar vélin lendir harkalega. Þetta var hins vegar gert af öryggisástæðum og samkvæmt verklagsreglum," segir Ingimar. Hann segist treysta því að upptökur úr flugritanum, sem sendur er til Englands til rannsóknar, staðfesti það sem fram hafi komið og að flugmennirnir hafi staðið rétt að málum. Flugvélin aftur í áætlunarflug síðar í dag Aðspurður á Ingimar von á því að vélin fari aftur í loftið síðar í dag. Flugfélagið hafi kallað til sérfræðinga erlendis frá til að fara yfir vélina. Þeir hafi skoðað hana og myndað í bak og fyrir og sent myndir til framleiðandans, Boeing. Framleiðandinn hafi í morgun sent ábendingar um að skoða ætti sjö atriði og þegar sé búið að kanna fimm þeirra. Skoðun hinna tveggja atriðanna ljúki síðar í dag og þá geti vélin haldið áfram áætlunarflugi sínu fyrir ferðaskrifstofuna Primera. Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Sjá meira
Framkvæmdastjóri flugfélagsins JetX, sem á flugvélina sem hafnaði utan flugbrautar á Keflavíkurflugvelli í fyrrinótt, telur að flugmenn vélarinnar hafi brugðist hárrétt við þeim aðstæðum sem komu upp í lendingunni. Eins og fram hefur komið í fréttum rannsakar Rannsóknarnefnd flugslysa atvikið. Fram kemur á heimasíðu nefndarinnar að í aðflugi að Keflavíkurflugvelli hafi áhöfn JetX-vélarinnar fengið þær upplýsingar að bremsuskilyrði hafi verið góð en með ís á stöku stað. Hins vegar hafi áhöfnin orðið vör við að bremsuskilyrðin voru ekki eins og hún bjóst við og þegar ljóst var að flugvélin myndi ekki stöðvast fyrir brautarendann reyndi flugstjórinn að beygja út af brautinni og inn á akbraut. Þá rann vélin í hálku og hafnaði með hægra aðalhjól og nefhjól utan akbrautar. Þurftu að grípa til harðrar lendingar Ingimar Haukur Ingimarsson, framkvæmdastjóri JetX, segir að áhöfn vélarinnar hafi í gær gefið skýrslu hjá Rannsóknarnefnd flugslysa og þá hafi forsvarsmenn fyrirtækisins einnig rætt við áhöfnina. Hann vísar í orð á heimasíðu Rannsóknarnefndar flugslysa um aðdraganda lendingarinnar og segir lendingarskilyrði ekki hafa verið góð. Flugmennirnir hafi þurft að grípa til svokallaðrar harðrar lendingar til þess að tryggja að vélin fengi gott grip en vélin sé byggð fyrir slíkt. Flugmennirnir hafi svo reynt að bremsa en flugbrautin hafi verið flughál og því hafi ekki verið við neitt ráðið. „Ég skil vel að upplifun farþega hafi ekki verið þægileg og fólki bregður þegar vélin lendir harkalega. Þetta var hins vegar gert af öryggisástæðum og samkvæmt verklagsreglum," segir Ingimar. Hann segist treysta því að upptökur úr flugritanum, sem sendur er til Englands til rannsóknar, staðfesti það sem fram hafi komið og að flugmennirnir hafi staðið rétt að málum. Flugvélin aftur í áætlunarflug síðar í dag Aðspurður á Ingimar von á því að vélin fari aftur í loftið síðar í dag. Flugfélagið hafi kallað til sérfræðinga erlendis frá til að fara yfir vélina. Þeir hafi skoðað hana og myndað í bak og fyrir og sent myndir til framleiðandans, Boeing. Framleiðandinn hafi í morgun sent ábendingar um að skoða ætti sjö atriði og þegar sé búið að kanna fimm þeirra. Skoðun hinna tveggja atriðanna ljúki síðar í dag og þá geti vélin haldið áfram áætlunarflugi sínu fyrir ferðaskrifstofuna Primera.
Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Sjá meira