Rætt um að einkavæða sundlaugarrekstur í Kópavogi 24. október 2007 12:58 Mynd/Vilhelm Íþrótta- og tómstundaráð Kópavogsbæjar hefur nú til umfjöllunar erindi frá fyrirtækinu Rækt ehf, um að það taki að sér rekstur Sundlaugar Kópavogs. Í samtali við Vísi segir Gunnar Birgisson bæjarstjóri að sér lítist bara vel á hugmyndina við fyrstu sýn þó hann hafi ekki kynnt sér hana til hlítar. „Almennt séð tel ég ágætt að blanda saman einkarekstri og opinberum, en ég er ekki búinn að setja mig almennilega inn í þetta einstaka mál og bíð eftir að Íþrótta- og tómstundaráð ljúki sinni vinnu," segir Gunnar. Að sögn hans má búast við því að ráðið skili af sér í næsta mánuði og þá komi í ljós hvort málið fari lengra. Hugmyndin var rædd í gærkvöldi á fundi bæjarstjórnar og í kjölfarið sendi Samfylkingin frá sér tilkynningu þar sem vinnubrögðin í málinu eru gagnrýnd. „Við höfum furðað okkur á þessum vinnubrögðum og gagnrýnt þau. Málflutningur okkar hefur verið skýr og settum við hann fram í eftirfarandi bókun á síðasta fundi: "Það getur ekki talist eðlilegt að svo viðamiklar breytingar á rekstri þjónustustofnunar bæjarins vinnist með þessum hætti. Ákvörðun um slíkt á að taka í bæjarstjórn eftir ítarlega úttekt og umsagnir fagaðila auk grundaðrar umræðu til þess kjörinna fulltrúa um þá stefnubreytingu, sem í þessu felst. Þótt vissulega megi færa fyrir því rök að hugsanleg tækifæri felist í að fela einkaaðila rekstur Sundlaugar Kópavogs teljum við umræðu um slíkt ekki tímabæra, segir Samfylkingin. Þau benda einnig á að bráðlega ljúki framkvæmdum við sundlaugina og þá sé viðbúið að aðsókn að lauginni muni aukast. Því sé ekki tímabært að meta rekstrarforsendur sem stendur. „Ekkert gefur tilefni til að breyta rekstrarfyrirkomulagi Sundlaugar Kópavogs og eðlilegt að reksturinn sé áfram á hendi bæjarins," segir að lokum. Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Íþrótta- og tómstundaráð Kópavogsbæjar hefur nú til umfjöllunar erindi frá fyrirtækinu Rækt ehf, um að það taki að sér rekstur Sundlaugar Kópavogs. Í samtali við Vísi segir Gunnar Birgisson bæjarstjóri að sér lítist bara vel á hugmyndina við fyrstu sýn þó hann hafi ekki kynnt sér hana til hlítar. „Almennt séð tel ég ágætt að blanda saman einkarekstri og opinberum, en ég er ekki búinn að setja mig almennilega inn í þetta einstaka mál og bíð eftir að Íþrótta- og tómstundaráð ljúki sinni vinnu," segir Gunnar. Að sögn hans má búast við því að ráðið skili af sér í næsta mánuði og þá komi í ljós hvort málið fari lengra. Hugmyndin var rædd í gærkvöldi á fundi bæjarstjórnar og í kjölfarið sendi Samfylkingin frá sér tilkynningu þar sem vinnubrögðin í málinu eru gagnrýnd. „Við höfum furðað okkur á þessum vinnubrögðum og gagnrýnt þau. Málflutningur okkar hefur verið skýr og settum við hann fram í eftirfarandi bókun á síðasta fundi: "Það getur ekki talist eðlilegt að svo viðamiklar breytingar á rekstri þjónustustofnunar bæjarins vinnist með þessum hætti. Ákvörðun um slíkt á að taka í bæjarstjórn eftir ítarlega úttekt og umsagnir fagaðila auk grundaðrar umræðu til þess kjörinna fulltrúa um þá stefnubreytingu, sem í þessu felst. Þótt vissulega megi færa fyrir því rök að hugsanleg tækifæri felist í að fela einkaaðila rekstur Sundlaugar Kópavogs teljum við umræðu um slíkt ekki tímabæra, segir Samfylkingin. Þau benda einnig á að bráðlega ljúki framkvæmdum við sundlaugina og þá sé viðbúið að aðsókn að lauginni muni aukast. Því sé ekki tímabært að meta rekstrarforsendur sem stendur. „Ekkert gefur tilefni til að breyta rekstrarfyrirkomulagi Sundlaugar Kópavogs og eðlilegt að reksturinn sé áfram á hendi bæjarins," segir að lokum.
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira