Rætt um að einkavæða sundlaugarrekstur í Kópavogi 24. október 2007 12:58 Mynd/Vilhelm Íþrótta- og tómstundaráð Kópavogsbæjar hefur nú til umfjöllunar erindi frá fyrirtækinu Rækt ehf, um að það taki að sér rekstur Sundlaugar Kópavogs. Í samtali við Vísi segir Gunnar Birgisson bæjarstjóri að sér lítist bara vel á hugmyndina við fyrstu sýn þó hann hafi ekki kynnt sér hana til hlítar. „Almennt séð tel ég ágætt að blanda saman einkarekstri og opinberum, en ég er ekki búinn að setja mig almennilega inn í þetta einstaka mál og bíð eftir að Íþrótta- og tómstundaráð ljúki sinni vinnu," segir Gunnar. Að sögn hans má búast við því að ráðið skili af sér í næsta mánuði og þá komi í ljós hvort málið fari lengra. Hugmyndin var rædd í gærkvöldi á fundi bæjarstjórnar og í kjölfarið sendi Samfylkingin frá sér tilkynningu þar sem vinnubrögðin í málinu eru gagnrýnd. „Við höfum furðað okkur á þessum vinnubrögðum og gagnrýnt þau. Málflutningur okkar hefur verið skýr og settum við hann fram í eftirfarandi bókun á síðasta fundi: "Það getur ekki talist eðlilegt að svo viðamiklar breytingar á rekstri þjónustustofnunar bæjarins vinnist með þessum hætti. Ákvörðun um slíkt á að taka í bæjarstjórn eftir ítarlega úttekt og umsagnir fagaðila auk grundaðrar umræðu til þess kjörinna fulltrúa um þá stefnubreytingu, sem í þessu felst. Þótt vissulega megi færa fyrir því rök að hugsanleg tækifæri felist í að fela einkaaðila rekstur Sundlaugar Kópavogs teljum við umræðu um slíkt ekki tímabæra, segir Samfylkingin. Þau benda einnig á að bráðlega ljúki framkvæmdum við sundlaugina og þá sé viðbúið að aðsókn að lauginni muni aukast. Því sé ekki tímabært að meta rekstrarforsendur sem stendur. „Ekkert gefur tilefni til að breyta rekstrarfyrirkomulagi Sundlaugar Kópavogs og eðlilegt að reksturinn sé áfram á hendi bæjarins," segir að lokum. Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Íþrótta- og tómstundaráð Kópavogsbæjar hefur nú til umfjöllunar erindi frá fyrirtækinu Rækt ehf, um að það taki að sér rekstur Sundlaugar Kópavogs. Í samtali við Vísi segir Gunnar Birgisson bæjarstjóri að sér lítist bara vel á hugmyndina við fyrstu sýn þó hann hafi ekki kynnt sér hana til hlítar. „Almennt séð tel ég ágætt að blanda saman einkarekstri og opinberum, en ég er ekki búinn að setja mig almennilega inn í þetta einstaka mál og bíð eftir að Íþrótta- og tómstundaráð ljúki sinni vinnu," segir Gunnar. Að sögn hans má búast við því að ráðið skili af sér í næsta mánuði og þá komi í ljós hvort málið fari lengra. Hugmyndin var rædd í gærkvöldi á fundi bæjarstjórnar og í kjölfarið sendi Samfylkingin frá sér tilkynningu þar sem vinnubrögðin í málinu eru gagnrýnd. „Við höfum furðað okkur á þessum vinnubrögðum og gagnrýnt þau. Málflutningur okkar hefur verið skýr og settum við hann fram í eftirfarandi bókun á síðasta fundi: "Það getur ekki talist eðlilegt að svo viðamiklar breytingar á rekstri þjónustustofnunar bæjarins vinnist með þessum hætti. Ákvörðun um slíkt á að taka í bæjarstjórn eftir ítarlega úttekt og umsagnir fagaðila auk grundaðrar umræðu til þess kjörinna fulltrúa um þá stefnubreytingu, sem í þessu felst. Þótt vissulega megi færa fyrir því rök að hugsanleg tækifæri felist í að fela einkaaðila rekstur Sundlaugar Kópavogs teljum við umræðu um slíkt ekki tímabæra, segir Samfylkingin. Þau benda einnig á að bráðlega ljúki framkvæmdum við sundlaugina og þá sé viðbúið að aðsókn að lauginni muni aukast. Því sé ekki tímabært að meta rekstrarforsendur sem stendur. „Ekkert gefur tilefni til að breyta rekstrarfyrirkomulagi Sundlaugar Kópavogs og eðlilegt að reksturinn sé áfram á hendi bæjarins," segir að lokum.
Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira