Innlent

Atvinnuleysi ekki minna í nítján ár

MYND/GVA

Atvinnuleysi hefur ekki mælst minna í landinu í 19 ár en innan við 1 prósent landsmanna eru skráðir atvinnulausir. 1336 manns voru skráðir atvinnulausir í september eða 0,8 landsmanna sem er 140 færri en í ágúst.

Í tilkynningu frá Vinnumálastofnun segir að meginskýringin sé sú að á höfuðborgarsvæðinu hafi atvinnuleysi dregist saman um 18 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×