Byltingarkennd tilraun Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 29. september 2007 18:45 Verulega mætti draga úr koltvísýringsmengun á Íslandi og víðar í heiminum ef tilgátur vísindamanna um bindingu koltvísýrings í jörðu reynast réttar. Sögulegur samningur var undirritaður í Hellisheiðarvirkjun í dag um byltingarkennda tilraun, segir forseti Íslands. Í dag var undirritaður með viðhöfn samningur milli Orkuveitu Reykjavíkur, Háskóla Íslands, Columbia háskóla í Bandaríkjunum og Rannsóknarráðs Frakklands um viðamikla rannsókn á því hvort raunhæft sé að breyta koltvísýringsmengun í grjót. Tilraunirnar færast nú út af rannsóknarstofunum og inn í Hellisheiðarvirkjun sem blæs nú um 30 þúsund tonnum af koltvísýringi frá sér á ári - en ef allt gengur upp - gæti hún orðið koltvísýringsfrí. Ýmsir vísuðu í töfra og ævintýri í dag - engin furða - því það er lyginni líkast fyrir leikmann að hugsanlega verði hægt að blanda hinum skaðlega koltvísýringi við vatn, dæla honum niður á 400-800 metra dýpi, ofan í gljúpt basaltið þar sem mengað vatnið hvarfast og verður að fallegu silfurbergi. Aðeins 3-5 ár eru í niðurstöður. Forseti Íslands segir þetta mikilvægasta rannsóknarverkefni sem unnið er á Íslandi nú um stundir - og einstakt að reynt væri að breyta koltvísýringi í fast efni - eða silfurberg. Basaltlög eru víða í heiminum, meðal annars á Íslandi, í Bandaríkjunum, Indlandi og Rússlandi og ef niðurstaðan er jákvæð væri víða hægt að koma upp dælustöðvum, segir forsetinn. Fréttir Innlent Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Verulega mætti draga úr koltvísýringsmengun á Íslandi og víðar í heiminum ef tilgátur vísindamanna um bindingu koltvísýrings í jörðu reynast réttar. Sögulegur samningur var undirritaður í Hellisheiðarvirkjun í dag um byltingarkennda tilraun, segir forseti Íslands. Í dag var undirritaður með viðhöfn samningur milli Orkuveitu Reykjavíkur, Háskóla Íslands, Columbia háskóla í Bandaríkjunum og Rannsóknarráðs Frakklands um viðamikla rannsókn á því hvort raunhæft sé að breyta koltvísýringsmengun í grjót. Tilraunirnar færast nú út af rannsóknarstofunum og inn í Hellisheiðarvirkjun sem blæs nú um 30 þúsund tonnum af koltvísýringi frá sér á ári - en ef allt gengur upp - gæti hún orðið koltvísýringsfrí. Ýmsir vísuðu í töfra og ævintýri í dag - engin furða - því það er lyginni líkast fyrir leikmann að hugsanlega verði hægt að blanda hinum skaðlega koltvísýringi við vatn, dæla honum niður á 400-800 metra dýpi, ofan í gljúpt basaltið þar sem mengað vatnið hvarfast og verður að fallegu silfurbergi. Aðeins 3-5 ár eru í niðurstöður. Forseti Íslands segir þetta mikilvægasta rannsóknarverkefni sem unnið er á Íslandi nú um stundir - og einstakt að reynt væri að breyta koltvísýringi í fast efni - eða silfurberg. Basaltlög eru víða í heiminum, meðal annars á Íslandi, í Bandaríkjunum, Indlandi og Rússlandi og ef niðurstaðan er jákvæð væri víða hægt að koma upp dælustöðvum, segir forsetinn.
Fréttir Innlent Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira