Innlent

Sjómenn sárir

Formaður Sjómannasambands Íslands segir ríkisstjórnina hafa gleymt sjómönnum í mótvægisaðgerðum vegna kvótaskerðingarinnar. Hann segir sjómenn sára og urgur sé í þeim.

Forystumenn stjórnarandstöðuflokkanna sögðu í hádegisfréttum stöðvar tvö í dag að mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna skerðingar þorskkvótans kæmu ekki nægilega til móts við sjómenn, fiskvinnslufólk og þau útgerðarfyrirtæki sem verði mest fyrir skerðingunni. Sævar Gunnarsson formaður Sjómannasambands Íslands segir mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar af hinu góða en ekkert sé talað um sjómenn.

Ríkisstjórnin ákvað að auka fé í atvinnuleysistryggingajóð svo fiskverkunarfólk til að koma í veg fyrir að fiskverkunarfólk missti ekki niður laun ef hráefni vantaði. Sævar segir hvergi minnst á sjómenn í þeim efnum.

Hann segir stjórnmálamenn hafa gleymt sjómönnum. Menn séu sárir og urgur sé í þeim þessa dagana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×