Heyrnarlausir geta loks talað í gemsa Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 3. september 2007 18:45 Samfélag heyrnarlausra á Stór-Reykjavíkursvæðinu á líklega eftir að liggja í gemsanum næstu dagana. Arnar Ægisson segir að samskiptin við eiginkonuna eigi eftir að batna til muna frá og með morgundeginum. Arnar Ægisson er 27 ára gamall, faðir tveggja ára dóttur og starfsmaður á bílaverkstæði Heklu. Venjulegur ungur maður - nema að hann hefur eingöngu getað notað gemsann til að senda eiginkonu sinni, ættingjum og vinum SMS. En - frá og með klukkan níu í fyrramálið getur hann talað við konuna sína í gemsann. "Þegar við erum bæði komin með þessa síma, þá breytist heilmikið. Samskiptin verða miklu styttri, við getum talað beint saman á táknmáli og er mjög fljótlegt. Þetta verður miklu einfaldara með þriðju kynslóðinni," segir Arnar. Hann er ekki hræddur að launin étist upp í símakostnað, en myndsímtöl eru töluvert dýrari en talsímtöl. "Nei, nei, nei. Mér finnst mikilvægast að geta átt samskipti. Kostnaðurinn er seinni tíma vandamál." Rætt hefur verið um þriðju kynslóðar gemsa í áraraðir en það er sum sé ekki fyrr en á morgun sem þessi tækni kemst í gagnið hér á Íslandi - og þá eingöngu á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Um sjö þúsund 3. kynslóðar símar eru hér á landi en meginkostur tækninnar er að hún flytur meiri gögn hraðar en hingað til. Sem þýðir að hægt er að horfa á sjónvarpið í gemsanum - og tala við fólk í mynd. Það getur nýst við ýmsar aðstæður. "Þú getur til dæmis beint símanum að mótornum á bílnum þínum og þá er einhver sem getur sagt þér hvað þú átt að gera." Fréttir Innlent Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Samfélag heyrnarlausra á Stór-Reykjavíkursvæðinu á líklega eftir að liggja í gemsanum næstu dagana. Arnar Ægisson segir að samskiptin við eiginkonuna eigi eftir að batna til muna frá og með morgundeginum. Arnar Ægisson er 27 ára gamall, faðir tveggja ára dóttur og starfsmaður á bílaverkstæði Heklu. Venjulegur ungur maður - nema að hann hefur eingöngu getað notað gemsann til að senda eiginkonu sinni, ættingjum og vinum SMS. En - frá og með klukkan níu í fyrramálið getur hann talað við konuna sína í gemsann. "Þegar við erum bæði komin með þessa síma, þá breytist heilmikið. Samskiptin verða miklu styttri, við getum talað beint saman á táknmáli og er mjög fljótlegt. Þetta verður miklu einfaldara með þriðju kynslóðinni," segir Arnar. Hann er ekki hræddur að launin étist upp í símakostnað, en myndsímtöl eru töluvert dýrari en talsímtöl. "Nei, nei, nei. Mér finnst mikilvægast að geta átt samskipti. Kostnaðurinn er seinni tíma vandamál." Rætt hefur verið um þriðju kynslóðar gemsa í áraraðir en það er sum sé ekki fyrr en á morgun sem þessi tækni kemst í gagnið hér á Íslandi - og þá eingöngu á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Um sjö þúsund 3. kynslóðar símar eru hér á landi en meginkostur tækninnar er að hún flytur meiri gögn hraðar en hingað til. Sem þýðir að hægt er að horfa á sjónvarpið í gemsanum - og tala við fólk í mynd. Það getur nýst við ýmsar aðstæður. "Þú getur til dæmis beint símanum að mótornum á bílnum þínum og þá er einhver sem getur sagt þér hvað þú átt að gera."
Fréttir Innlent Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira