Innlent

Enn einn unglingurinn myrtur í London

Frá rannsókninni á morðinu á Rhys Jones.
Frá rannsókninni á morðinu á Rhys Jones.

Í nótt fannst 17 ára unglingur myrtur eftir hnífstungu í hverfinu Newham í austurhluta London. Morðið er hið síðasta í röð slíkra í borginni. Tveir 16 ára gamlir drengir hafa verið handteknir og eru grunaðir um morðið.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í London hafa yfirheyrslur yfir þeim grunuðu varpað nokkru ljósi á aðdraganda morðsins. Lögreglan hafnar því hinsvegar að gengi hafi staðið á bakvið morðið.

Morðið á hinum 14 ára gamla Rhys Jones fyrir skömmu skók þjóðfélagið í Englandi og er það enn óupplýst. Fyrir utan það má nefna að hinn 16 ára gamli Ben Hitchcock var drepinn fyrir skömmu í Beckenham og hinn 18 ára gamli Sian Simpson var drepinn í Croyden um svipað leyti.

Lögreglan í London er nú að kortleggja ofbeldisfull unglingagengi sem grassera í undirheimum borgarinnar. Hingað til hafa um 250 slík gengi verið kortlögð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×