Sjálfsagt að rannsókn fari fram á rannsóknarleyfi Björn Gíslason skrifar 31. ágúst 2007 11:37 MYND/Valgarður Jón Sigurðsson, fyrrverandi iðnaðarráðherra, segir alveg sjálfsagt að rannsókn fari fram á því hvernig leyfi til jarðhitarannsókna í Gjástykki í grennd við Mývatn var veitt. Hann segir allar umsagnir í málinu hafa legið fyrir og málið hefði getað verið afgreitt fyrr. Greint var frá því fyrr í dag að Landvernd og Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi hefðu óskað eftir því við umhverfisnefnd og iðnaðarnefnd Alþingis að opinber rannsókn verði gerð á veitingu leyfisins. Jón Sigurðsson fyrrverandi iðnaðarráðhera, gaf leyfið út tveimur dögum fyrir síðustu alþingiskosningar, þann 10. maí, eftir að Landsvirkjun sótti um leyfið tveimur dögum fyrr. Jón sagði í samtali við Vísi í morgun að bréfið frá Landsvirkjun hefði verið ítrekunarbréf. Fyrirtækið hefði sent inn beiðni um rannsóknarleyfi í fyrrahaust. Allar umsagnir í málinu, þar á meðal frá Orkustofnun og Umhverfisstofnun, hefðu legið fyrir og þær hefðu allar verið jákvæðar. Málið hefði því verið klárt í iðnaðarráðuneytinu. „Ég hefði getað verið búinn að ljúka þessu tveimur, þremur vikum fyrir kosningar og það var á mína ábyrgð að ljúka þessu fyrr," segir Jón og hafnar því að útgáfa leyfisins tengist á einhvern hátt því að kosningar voru í nánd. Aðspurður segir hann það sjálfsagðan og eðlilegan rétt þegnanna að farið sé ofan í saumana á þessu máli, slíkt sé sjálfsagt í opnu lýðræðissamfélagi. Góð stjórnsýsla á ferðinni Annað mál tengt auðlindum landsins kom upp á dögunum þegar upplýst var að þrír ráðherrar hefðu fyrir hönd ríkisins framselt vatnsréttindi í neðri hluta Þjórsár til Landsvirkjunar. Þar kom Jón einnig að málum. Hann segir að um minni háttar misskilning hafi verið að ræða á milli sín og fjármálaráðherra varðandi kynningu þess. Hann hafnar því að unnið hafi verið hratt að því máli og sömuleiðis Gjástykkismálinu til þess að ljúka þeim fyrir kosningar. „Þessi mál voru í eðlilegum stjórnsýslufarvegi og það væri fáránlegt að láta kosningu flýta þeim eða seinka," segir Jón. Hann telur að athugun á þessum málum muni leiða í ljós að þar hafi verið á ferðinni góð stjórnsýsla. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Jón Sigurðsson, fyrrverandi iðnaðarráðherra, segir alveg sjálfsagt að rannsókn fari fram á því hvernig leyfi til jarðhitarannsókna í Gjástykki í grennd við Mývatn var veitt. Hann segir allar umsagnir í málinu hafa legið fyrir og málið hefði getað verið afgreitt fyrr. Greint var frá því fyrr í dag að Landvernd og Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi hefðu óskað eftir því við umhverfisnefnd og iðnaðarnefnd Alþingis að opinber rannsókn verði gerð á veitingu leyfisins. Jón Sigurðsson fyrrverandi iðnaðarráðhera, gaf leyfið út tveimur dögum fyrir síðustu alþingiskosningar, þann 10. maí, eftir að Landsvirkjun sótti um leyfið tveimur dögum fyrr. Jón sagði í samtali við Vísi í morgun að bréfið frá Landsvirkjun hefði verið ítrekunarbréf. Fyrirtækið hefði sent inn beiðni um rannsóknarleyfi í fyrrahaust. Allar umsagnir í málinu, þar á meðal frá Orkustofnun og Umhverfisstofnun, hefðu legið fyrir og þær hefðu allar verið jákvæðar. Málið hefði því verið klárt í iðnaðarráðuneytinu. „Ég hefði getað verið búinn að ljúka þessu tveimur, þremur vikum fyrir kosningar og það var á mína ábyrgð að ljúka þessu fyrr," segir Jón og hafnar því að útgáfa leyfisins tengist á einhvern hátt því að kosningar voru í nánd. Aðspurður segir hann það sjálfsagðan og eðlilegan rétt þegnanna að farið sé ofan í saumana á þessu máli, slíkt sé sjálfsagt í opnu lýðræðissamfélagi. Góð stjórnsýsla á ferðinni Annað mál tengt auðlindum landsins kom upp á dögunum þegar upplýst var að þrír ráðherrar hefðu fyrir hönd ríkisins framselt vatnsréttindi í neðri hluta Þjórsár til Landsvirkjunar. Þar kom Jón einnig að málum. Hann segir að um minni háttar misskilning hafi verið að ræða á milli sín og fjármálaráðherra varðandi kynningu þess. Hann hafnar því að unnið hafi verið hratt að því máli og sömuleiðis Gjástykkismálinu til þess að ljúka þeim fyrir kosningar. „Þessi mál voru í eðlilegum stjórnsýslufarvegi og það væri fáránlegt að láta kosningu flýta þeim eða seinka," segir Jón. Hann telur að athugun á þessum málum muni leiða í ljós að þar hafi verið á ferðinni góð stjórnsýsla.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira