Orkuveita Reykjavíkur verði hlutafélag Heimir Már Pétursson skrifar 30. ágúst 2007 18:30 Orkuveitu Reykjavíkur verður breytt í hlutafélag, nái tillögur meirihlutans í borgarstjórn fram að ganga. Afgreiðslu málsins var frestað á stjórnarfundi orkuveitunnar í dag að ósk minnihlutans, en aðalmenn hans gátu ekki setið fundinn. Orkuveita Reykjavíkur er í eigu Reykjavíkurborgar sem á 93,5 prósent, Akraneskaupstaðar sem á 5,5 prósent og Borgarbyggðar sem á eitt prósent í fyrirtækinu. Á stjórnarfundi í dag lögðu stjórnarfulltrúar meirihlutans fram tillögu um að Orkuveitan verði gerð að hlutafélagi í eigu sveitarfélaganna. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri segir að hlutafélagaformið henti mun betur til þessa rekstrar og minnir á að Reykjavíkurlistinn hafi verið langt kominn með að gera Orkuveituna að hlutafélagi fyrir kosningar. Dagur B. Eggertsson fulltrúi Samfylkingarinnar og Svandís Svavarsdóttir fulltrúi Vinstri grænna í stjórn Orkuveitunnar gagnrýna að þessi tillaga sé lögð fram án nokkurrar umræðu í borgarstjórn. Þau óskuðu eftir því að stjórnarfundi yrði frestað, ekki hvað síst vegna þess að þau voru stödd á Ísafirði á fundi hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, en stjórnarformaður Orkuveitunnar hafnaði þeirri ósk. Á stjórnarfudinum var hins vegar ákveðið að fresta formlegri afgreiðslu tillögunnar fram yfir helgi. Dagur segir að Orkuveitan eigi fyrst og fremst að tryggja borgarbúum ódýra orku og stuðla þannig að samkeppnishæfni annarra fyrirtækja. Svandís segir að ekki hafi verið kosið um hlutafélagavæðingu Orkuveitunnar í síðustu kosningum og þessi málatilbúnaður sýni lítinn skilning á lýðræðinu hjá borgarstjóra og hans fylgisfólki. Í sameiginlegri yfirlýsingu Dags og Svandísar segir að erfitt sé að skilja þessa atburðarrás öðru vísi en sem upptakt að einkavæðingarferli Orkuveitunnar. Borgarstjóri minnir hins vegar á að mörg önnur orkufyrirtæki séu rekin á hlutafélagsforminu. Borgarstjóri segir hins vegar eðlilegt að Orkuveitan sé rekin á sama rekstrarformi og önnur orkufyrirtæki. Það standi ekki til að einkavæða Orkuveituna og verði ekki gert á meðan hann sé borgarstjóri. Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Sjá meira
Orkuveitu Reykjavíkur verður breytt í hlutafélag, nái tillögur meirihlutans í borgarstjórn fram að ganga. Afgreiðslu málsins var frestað á stjórnarfundi orkuveitunnar í dag að ósk minnihlutans, en aðalmenn hans gátu ekki setið fundinn. Orkuveita Reykjavíkur er í eigu Reykjavíkurborgar sem á 93,5 prósent, Akraneskaupstaðar sem á 5,5 prósent og Borgarbyggðar sem á eitt prósent í fyrirtækinu. Á stjórnarfundi í dag lögðu stjórnarfulltrúar meirihlutans fram tillögu um að Orkuveitan verði gerð að hlutafélagi í eigu sveitarfélaganna. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri segir að hlutafélagaformið henti mun betur til þessa rekstrar og minnir á að Reykjavíkurlistinn hafi verið langt kominn með að gera Orkuveituna að hlutafélagi fyrir kosningar. Dagur B. Eggertsson fulltrúi Samfylkingarinnar og Svandís Svavarsdóttir fulltrúi Vinstri grænna í stjórn Orkuveitunnar gagnrýna að þessi tillaga sé lögð fram án nokkurrar umræðu í borgarstjórn. Þau óskuðu eftir því að stjórnarfundi yrði frestað, ekki hvað síst vegna þess að þau voru stödd á Ísafirði á fundi hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, en stjórnarformaður Orkuveitunnar hafnaði þeirri ósk. Á stjórnarfudinum var hins vegar ákveðið að fresta formlegri afgreiðslu tillögunnar fram yfir helgi. Dagur segir að Orkuveitan eigi fyrst og fremst að tryggja borgarbúum ódýra orku og stuðla þannig að samkeppnishæfni annarra fyrirtækja. Svandís segir að ekki hafi verið kosið um hlutafélagavæðingu Orkuveitunnar í síðustu kosningum og þessi málatilbúnaður sýni lítinn skilning á lýðræðinu hjá borgarstjóra og hans fylgisfólki. Í sameiginlegri yfirlýsingu Dags og Svandísar segir að erfitt sé að skilja þessa atburðarrás öðru vísi en sem upptakt að einkavæðingarferli Orkuveitunnar. Borgarstjóri minnir hins vegar á að mörg önnur orkufyrirtæki séu rekin á hlutafélagsforminu. Borgarstjóri segir hins vegar eðlilegt að Orkuveitan sé rekin á sama rekstrarformi og önnur orkufyrirtæki. Það standi ekki til að einkavæða Orkuveituna og verði ekki gert á meðan hann sé borgarstjóri.
Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Sjá meira