Innlent

Aron Pálmi fer á Reykjalund

Aron Pálmi mun vonandi koma eins og nýsleginn túskildingur frá Reykjalundi.
Aron Pálmi mun vonandi koma eins og nýsleginn túskildingur frá Reykjalundi.
Aron Pálmi Ágústsson er á leiðinni á Reykjalund. Sæmundur Pálsson í RJF hópnum, eða Sæmi Rokk eins og hann er yfirleitt kallaður, staðfesti í samtali við Vísi að búið væri að sækja um fyrir hann. „Við munum tala við Guðlaug Þór og sjá hversu fljótt við getum komið honum inn í tryggingakerfið," segir Sæmundur í samtali við Vísi.

Eftir því sem fram kemur á vefsíðu Reykjalundar skiptist endurhæfing þar í níu meginsvið. Þau eru næringar- og offitusvið, hjartasvið, lungnasvið, geðsvið, gigtarsvið, verkjasvið, hæfingarsvið, taugasvið og svið atvinnulegrar endurhæfingar.

Reykjalundur er stærsta endurhæfingarstofnun landsins. Árlega njóta þar á fjórða þúsund sjúklingar meðferðar. Þar fer fram alhliða endurhæfing sem miðar að því að bæta lífsgæði, færni og sjálfsbjargargetu þeirra sem þangað leita. Á Reykjalundi er reynt að gera sjúklingum kleift að ná aftur eins góðri andlegri, félagslegri og líkamlegri færni og mögulegt er.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×