Kópavogsbær véfengir ekki niðurstöðu matsmanna 27. ágúst 2007 15:14 Heitar deilur urðu um framkvæmdir Kópavogsbæjar í Heiðmörk fyrr á árinu. MYND/Daníel Kópavogsbær véfengir ekki niðurstöðu matsmanna í skýrslu um það hversu mörg tré hafi verið fjarlægð og spillst vegna framkvæmda Kópavogsbæjar við vatnslögn í Heiðmörk. Samkvæmt skýrslunni voru 559 tré af fimm tegundum felld í framkvæmdunum en 57 þeirra var skilað. Kópavogsbær og Skógræktarfélag Reykjavíkur höfðu deilt um þann fjölda trjáa sem fjarlægð voru í framkvæmdunum. Hélt Kópavogsbær því fram fyrr á árinu að þau væru um 90 og byggðist sú tala á skýrslu verktaka. Skógræktarfélagið taldi hins vegar að þau væru um þúsund. Skýrsla matsmanna leiðir hins vegar í ljós að 559 tré voru fjarlægð og 57 skilað aftur. Að sögn Helga Gíslasonar, framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur, er ekki tekið tillit til náttúrulegra birkitrjáa í skýrslunni en ef þau hefðu verið talin með væri fjöldi trjánna 800-900. Hann segir enga ákvörðun hafa verið tekna um framhaldið en býst við að funda með forsvarsmönnum Kópavogsbæjar um málið. Skógræktarfélagið sendi Kópavogsbæ kröfu í vor upp á 38 milljónir króna vegna tjónsins og segir Helgi að stjórn félagsins hafi enga ákvörðun tekið um aðra bótakröfu í ljósi skýrslunnar. Stjórnin komi þó saman í september þar sem þetta mál verði rætt. Hann segir skarðið í Heiðmörk ansi mikið vegna framkvæmdanna og að áratugavinna hafi að hluta til farið forgörðum. Þór Jónsson, forstöðumaður almannatengsla hjá Kópavogsbæ, segir bæinn ekki véfengja niðurstöðu matsmanna og að það sé 502 trjám færra í Heiðmörk en þegar framkvæmdir við vatnslögnina hófust. Aðspurður um framhalds málsins segir Þór að Kópavogsbær hafi þegar sett sig í samband við Reykjavíkurborg og spurst fyrir um það, vegna óvissu um eignarhald á trjánum, hver sé afstaða Reykjavíkurborgar, hvort borgin telji að umrædd tré séu í sinni eigu, Skógræktarfélagsins eða einhvers annars. Kópavogsbær sé ekki að skorast undan ábyrgð heldur að fá úr því skorið hvaða forsendur liggi til grundvallar. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Sjá meira
Kópavogsbær véfengir ekki niðurstöðu matsmanna í skýrslu um það hversu mörg tré hafi verið fjarlægð og spillst vegna framkvæmda Kópavogsbæjar við vatnslögn í Heiðmörk. Samkvæmt skýrslunni voru 559 tré af fimm tegundum felld í framkvæmdunum en 57 þeirra var skilað. Kópavogsbær og Skógræktarfélag Reykjavíkur höfðu deilt um þann fjölda trjáa sem fjarlægð voru í framkvæmdunum. Hélt Kópavogsbær því fram fyrr á árinu að þau væru um 90 og byggðist sú tala á skýrslu verktaka. Skógræktarfélagið taldi hins vegar að þau væru um þúsund. Skýrsla matsmanna leiðir hins vegar í ljós að 559 tré voru fjarlægð og 57 skilað aftur. Að sögn Helga Gíslasonar, framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur, er ekki tekið tillit til náttúrulegra birkitrjáa í skýrslunni en ef þau hefðu verið talin með væri fjöldi trjánna 800-900. Hann segir enga ákvörðun hafa verið tekna um framhaldið en býst við að funda með forsvarsmönnum Kópavogsbæjar um málið. Skógræktarfélagið sendi Kópavogsbæ kröfu í vor upp á 38 milljónir króna vegna tjónsins og segir Helgi að stjórn félagsins hafi enga ákvörðun tekið um aðra bótakröfu í ljósi skýrslunnar. Stjórnin komi þó saman í september þar sem þetta mál verði rætt. Hann segir skarðið í Heiðmörk ansi mikið vegna framkvæmdanna og að áratugavinna hafi að hluta til farið forgörðum. Þór Jónsson, forstöðumaður almannatengsla hjá Kópavogsbæ, segir bæinn ekki véfengja niðurstöðu matsmanna og að það sé 502 trjám færra í Heiðmörk en þegar framkvæmdir við vatnslögnina hófust. Aðspurður um framhalds málsins segir Þór að Kópavogsbær hafi þegar sett sig í samband við Reykjavíkurborg og spurst fyrir um það, vegna óvissu um eignarhald á trjánum, hver sé afstaða Reykjavíkurborgar, hvort borgin telji að umrædd tré séu í sinni eigu, Skógræktarfélagsins eða einhvers annars. Kópavogsbær sé ekki að skorast undan ábyrgð heldur að fá úr því skorið hvaða forsendur liggi til grundvallar.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Sjá meira