"Kennarar eins og útspýtt hundskinn á eftir leikstjórum" 27. ágúst 2007 14:36 Ragnhildur Richter: Kvikmyndagerðarmenn ótrúlega jákvæðir þegar við leitum til þeirra. "Kennarar okkar hafa verið eins og útspýtt hundskinn á eftir leikstjórum og rétthöfum til að fá leyfi til sýninga á myndum þeirra í náminu," segir Ragnhildur Richter deilarstjóri í íslensku við MH. Þrátt fyrir að kennsla um íslenskar kvikmyndir og kvikmyndagerð hafi staðið framhaldsskólanemum til boða um nokkurt skeið hefur menntamálaráðuneytið enn ekki samið um greiðslur fyrir slíkt við rétthafa utan tvo. Undantekiningar eru að samið hefur verið við þá Hrafn Gunnlaugsson og Friðrik Þór Friðriksson. Steingrímur Sigurgeirsson aðstoðarmaður menntamálaráðherra segir að það sé á ábyrgð viðkomandi skóla að höfundarréttur á myndum sem notaðar eru við kennsluna sé virtur og fyrir hann greitt. "Við höfum ekki viljað blanda okkur í hvaða námsefni hver skóli velur," segir Steingrímur en viðurkennir aðspurður að æskilegast sé að samið sé um málið við alla á einu bretti. Ragnhildur Richter segir að þau hafi skrifað menntamálaráðuneytinu formlegt bréf um málið fyrir tveimur árum síðan. Ráðuneytið hafi þá svarað að ekki væri gert ráð fyrir fjárveitingu til þessa málaflokks. "Kvikmyndagerðarmenn hafa hinsvegar verið ótrúlega jákvæðir þegar við höfum leitað til þeirra með óskir um að nota myndir í kennslunni hjá okkur," segir Ragnhildur. Íslensk kvikmyndagerð og kvikmyndir er valáfangi við MH. Ragnhildur segir hinsvegar að þau vilji nota kvikmyndir m.a. við bókmenntakennslu í skólanum enda búið að kvikmynda mörg þekkt bókmennaverk. "Og kvikmyndir eru það stór hluti af menningu okkar nú til dags að nauðsynlegt er að nemendur okkar fái fræðslu um þær," segir hún. Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
"Kennarar okkar hafa verið eins og útspýtt hundskinn á eftir leikstjórum og rétthöfum til að fá leyfi til sýninga á myndum þeirra í náminu," segir Ragnhildur Richter deilarstjóri í íslensku við MH. Þrátt fyrir að kennsla um íslenskar kvikmyndir og kvikmyndagerð hafi staðið framhaldsskólanemum til boða um nokkurt skeið hefur menntamálaráðuneytið enn ekki samið um greiðslur fyrir slíkt við rétthafa utan tvo. Undantekiningar eru að samið hefur verið við þá Hrafn Gunnlaugsson og Friðrik Þór Friðriksson. Steingrímur Sigurgeirsson aðstoðarmaður menntamálaráðherra segir að það sé á ábyrgð viðkomandi skóla að höfundarréttur á myndum sem notaðar eru við kennsluna sé virtur og fyrir hann greitt. "Við höfum ekki viljað blanda okkur í hvaða námsefni hver skóli velur," segir Steingrímur en viðurkennir aðspurður að æskilegast sé að samið sé um málið við alla á einu bretti. Ragnhildur Richter segir að þau hafi skrifað menntamálaráðuneytinu formlegt bréf um málið fyrir tveimur árum síðan. Ráðuneytið hafi þá svarað að ekki væri gert ráð fyrir fjárveitingu til þessa málaflokks. "Kvikmyndagerðarmenn hafa hinsvegar verið ótrúlega jákvæðir þegar við höfum leitað til þeirra með óskir um að nota myndir í kennslunni hjá okkur," segir Ragnhildur. Íslensk kvikmyndagerð og kvikmyndir er valáfangi við MH. Ragnhildur segir hinsvegar að þau vilji nota kvikmyndir m.a. við bókmenntakennslu í skólanum enda búið að kvikmynda mörg þekkt bókmennaverk. "Og kvikmyndir eru það stór hluti af menningu okkar nú til dags að nauðsynlegt er að nemendur okkar fái fræðslu um þær," segir hún.
Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent