Innlent

Eldur í hurð hjá skipasmíðastöð á Akranesi

MYND/H.Kr.

Eldur kom upp í hurð hjá Skipasmíðastöðinni Þorgeir og Ellert við Bakkatún á Akranesi nú eftir hádegið. Verið var að laga hurðina þegar neisti hljóp úr logsuðutæki í einangrun í hurðinni og eldurinn gaus upp. Slökkvilið á Akranesi var kvatt á vettvang og tók slökkvistarf um háftíma. Ekki urðu miklar skemmdir á hurðinni og húsinu vegna þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×