Tugir barna notið hágæslu Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 8. ágúst 2007 18:43 Börn sem notið hafa hágæslu á Barnaspítala Hringsins skipta tugum, segir yfirlæknir á vökudeild spítalans.Í mars á síðasta ári var viðtal í fréttaskýringaþættinum Kompási við foreldra sem urðufyrir þeirri átakanlegu reynslu að barn þeirra dó í örmum þeirra á hlaupum frá Barnaspítalanum til gjörgæslu. Í kjölfarið varð mikil umræða um nauðsyn þess að koma upp hágæsluherbergi svokölluðu á Barnaspítalanum. Fram kom að sextíu milljónir kostaði árlega að reka slíkt hágæsluherbergi. Þremur dögum eftir Kompás þáttinn gáfu Jóhannes í Bónus og börn hans tvö spítalanum 300 milljónir sem myndu dreifast á fimm ár - nægan pening til að reka hágæslu í fimm ár.Tveimur mánuðum síðar var aftur viðtal í Kompási og þá við foreldra lítillar stúlku sem þurftu sjálf að vaka yfir henni á spítalanum þar sem enn var engin hágæsla á spítalanum. Síðan hafa engar fréttir borist af málinu. Þegar fréttastofa hafði samband við Atla Dagbjartsson, yfirlækni á vökudeild Barnaspítalans, í dag sagði hann að hágæslan hefði verið rekin frá því í haust. Síðan þá hefðu tugir barna notið gæslunnar, en nákvæma tölu hafði hann ekki á takteinum. Gjöfin hefði nýst í fyrsta lagi til að hafa hjúkrunarfræðing stöðugt á vakt yfir barni sem er í hágæslu, í öðru lagi væri nú hægt að hafa sérfræðing á vakt í húsi allan sólarhringinn, en áður var hann á bakvakt. Í þriðja lagi hefði verið hægt að endurmennta starfsfólk. Atli sagði þó að hágæslan væri enn í mótun og skipulagið yrði endurskoðað í haust. Fréttir Innlent Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Börn sem notið hafa hágæslu á Barnaspítala Hringsins skipta tugum, segir yfirlæknir á vökudeild spítalans.Í mars á síðasta ári var viðtal í fréttaskýringaþættinum Kompási við foreldra sem urðufyrir þeirri átakanlegu reynslu að barn þeirra dó í örmum þeirra á hlaupum frá Barnaspítalanum til gjörgæslu. Í kjölfarið varð mikil umræða um nauðsyn þess að koma upp hágæsluherbergi svokölluðu á Barnaspítalanum. Fram kom að sextíu milljónir kostaði árlega að reka slíkt hágæsluherbergi. Þremur dögum eftir Kompás þáttinn gáfu Jóhannes í Bónus og börn hans tvö spítalanum 300 milljónir sem myndu dreifast á fimm ár - nægan pening til að reka hágæslu í fimm ár.Tveimur mánuðum síðar var aftur viðtal í Kompási og þá við foreldra lítillar stúlku sem þurftu sjálf að vaka yfir henni á spítalanum þar sem enn var engin hágæsla á spítalanum. Síðan hafa engar fréttir borist af málinu. Þegar fréttastofa hafði samband við Atla Dagbjartsson, yfirlækni á vökudeild Barnaspítalans, í dag sagði hann að hágæslan hefði verið rekin frá því í haust. Síðan þá hefðu tugir barna notið gæslunnar, en nákvæma tölu hafði hann ekki á takteinum. Gjöfin hefði nýst í fyrsta lagi til að hafa hjúkrunarfræðing stöðugt á vakt yfir barni sem er í hágæslu, í öðru lagi væri nú hægt að hafa sérfræðing á vakt í húsi allan sólarhringinn, en áður var hann á bakvakt. Í þriðja lagi hefði verið hægt að endurmennta starfsfólk. Atli sagði þó að hágæslan væri enn í mótun og skipulagið yrði endurskoðað í haust.
Fréttir Innlent Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira