Innlent

Ekki sannfærður um að Lúkas sé á lífi

Hundurinn Lúkas.
Hundurinn Lúkas. MYND/365
Ekki eru allir sannfærðir um að hundurinn Lúkas sé enn á lífi þrátt fyrir sögusagnir þess efnis. Hilmar Trausti Harðarson, einn þeirra sem leitað hefur að Lúkasi undanfarna daga, segist efast um að það hafi verið Lúkas sem sást til ofan við Akureyri á mánudaginn. Hann segist ekki hafa hótað meintum banamanni Lúkasar barsmíðum.

Þetta kom fram í viðtali sem fréttavefurinn Eyjan átti við Hilmar í dag. Fram kemur í viðtalinu að Hilmar segist ekki sannfærður um að Lúkas sé enn á lífi og að hann hafi ekki fengið neinar sannanir fyrir því. Þá segist hann vera farinn að sjá eftir því að hafa nokkurn tíman hitt hundinn.

Hilmar er einn þeirra sem skildi eftir skilaboð á vefsíðu Helga Rafns, sem sakaður var um að hafa drepið Lúkas. Hilmar segist ekki hafa hótað Helga barsmíðum en viðurkennir að hann hafi tekið hvarf Lúkasar inn á sig.

Sjá nánar frétt eyjunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×