Menntun flóttabarna Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 28. júní 2007 12:04 Átta milljón börn flóttamanna munu njóta menntunar ef áætlun Alþjóðasamtaka Barnaheilla nær fram að ganga. Þegar hafa þau komið á þriðju milljón barna til hjálpar. Neyðarteymi samtakanna fundar í Reykjavík þessa dagana. Ellefu fulltrúar Alþjóðaskrifstofu Barnaheilla - sem heita upp á ensku Save the children - hafa verið á fundi hér í Reykjavík síðan í gær til að samhæfa aðgerðir samtakanna. Tvö ár eru síðan samtökin komu á laggirnar fimm ára verkefni sem í íslenskri þýðingu heitir Bætum framtíð barna - eða Rewrite the future. Eins og fram kom á fréttamannafundi í morgun eru um fimmtíu milljón barna í heiminum sem hafa neyðst til að hætta skólagöngu vegna átaka og eru á flótta. Samtökin stefna að því að aðstoða átta milljónir þessara barna með því að byggja skóla, þjálfa kennara, greiða kennurum laun, styrkja námsefnisgerð og fleira. Verkefnið er eitt það stærsta sem samtökin vinna að og er nú þegar í 23 löndum. Einna umfangsmest er það meðal íraskra flóttabarna í Sýrlandi og Jórdaníu og sömuleiðis fyrir börn frá Darfúr í Súdan. "Ef börn fá ekki menntun á meðan þau eru flóttamenn týnist í rauninni heil kynslóð af börnum. Börn eru flóttamenn í sjö ár að meðaltali. Sjö ár án skólagöngu þýðir að þau hafa glatað tækifærinu til menntunar," segir framkvæmdastjóri alþjóðasamtakanna, Rudolph von Bernuth. Áætlað er að verkefnið kosti rösklega 30 milljarða íslenskra króna. Þegar hefur tekist að fjármagna um helming af þeirri upphæð. Erlent Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Fleiri fréttir Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Áformin séu það eina í stöðunni vegna neyðarástands Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Sjá meira
Átta milljón börn flóttamanna munu njóta menntunar ef áætlun Alþjóðasamtaka Barnaheilla nær fram að ganga. Þegar hafa þau komið á þriðju milljón barna til hjálpar. Neyðarteymi samtakanna fundar í Reykjavík þessa dagana. Ellefu fulltrúar Alþjóðaskrifstofu Barnaheilla - sem heita upp á ensku Save the children - hafa verið á fundi hér í Reykjavík síðan í gær til að samhæfa aðgerðir samtakanna. Tvö ár eru síðan samtökin komu á laggirnar fimm ára verkefni sem í íslenskri þýðingu heitir Bætum framtíð barna - eða Rewrite the future. Eins og fram kom á fréttamannafundi í morgun eru um fimmtíu milljón barna í heiminum sem hafa neyðst til að hætta skólagöngu vegna átaka og eru á flótta. Samtökin stefna að því að aðstoða átta milljónir þessara barna með því að byggja skóla, þjálfa kennara, greiða kennurum laun, styrkja námsefnisgerð og fleira. Verkefnið er eitt það stærsta sem samtökin vinna að og er nú þegar í 23 löndum. Einna umfangsmest er það meðal íraskra flóttabarna í Sýrlandi og Jórdaníu og sömuleiðis fyrir börn frá Darfúr í Súdan. "Ef börn fá ekki menntun á meðan þau eru flóttamenn týnist í rauninni heil kynslóð af börnum. Börn eru flóttamenn í sjö ár að meðaltali. Sjö ár án skólagöngu þýðir að þau hafa glatað tækifærinu til menntunar," segir framkvæmdastjóri alþjóðasamtakanna, Rudolph von Bernuth. Áætlað er að verkefnið kosti rösklega 30 milljarða íslenskra króna. Þegar hefur tekist að fjármagna um helming af þeirri upphæð.
Erlent Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Fleiri fréttir Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Áformin séu það eina í stöðunni vegna neyðarástands Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Sjá meira