Menntun flóttabarna Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 28. júní 2007 12:04 Átta milljón börn flóttamanna munu njóta menntunar ef áætlun Alþjóðasamtaka Barnaheilla nær fram að ganga. Þegar hafa þau komið á þriðju milljón barna til hjálpar. Neyðarteymi samtakanna fundar í Reykjavík þessa dagana. Ellefu fulltrúar Alþjóðaskrifstofu Barnaheilla - sem heita upp á ensku Save the children - hafa verið á fundi hér í Reykjavík síðan í gær til að samhæfa aðgerðir samtakanna. Tvö ár eru síðan samtökin komu á laggirnar fimm ára verkefni sem í íslenskri þýðingu heitir Bætum framtíð barna - eða Rewrite the future. Eins og fram kom á fréttamannafundi í morgun eru um fimmtíu milljón barna í heiminum sem hafa neyðst til að hætta skólagöngu vegna átaka og eru á flótta. Samtökin stefna að því að aðstoða átta milljónir þessara barna með því að byggja skóla, þjálfa kennara, greiða kennurum laun, styrkja námsefnisgerð og fleira. Verkefnið er eitt það stærsta sem samtökin vinna að og er nú þegar í 23 löndum. Einna umfangsmest er það meðal íraskra flóttabarna í Sýrlandi og Jórdaníu og sömuleiðis fyrir börn frá Darfúr í Súdan. "Ef börn fá ekki menntun á meðan þau eru flóttamenn týnist í rauninni heil kynslóð af börnum. Börn eru flóttamenn í sjö ár að meðaltali. Sjö ár án skólagöngu þýðir að þau hafa glatað tækifærinu til menntunar," segir framkvæmdastjóri alþjóðasamtakanna, Rudolph von Bernuth. Áætlað er að verkefnið kosti rösklega 30 milljarða íslenskra króna. Þegar hefur tekist að fjármagna um helming af þeirri upphæð. Erlent Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Átta milljón börn flóttamanna munu njóta menntunar ef áætlun Alþjóðasamtaka Barnaheilla nær fram að ganga. Þegar hafa þau komið á þriðju milljón barna til hjálpar. Neyðarteymi samtakanna fundar í Reykjavík þessa dagana. Ellefu fulltrúar Alþjóðaskrifstofu Barnaheilla - sem heita upp á ensku Save the children - hafa verið á fundi hér í Reykjavík síðan í gær til að samhæfa aðgerðir samtakanna. Tvö ár eru síðan samtökin komu á laggirnar fimm ára verkefni sem í íslenskri þýðingu heitir Bætum framtíð barna - eða Rewrite the future. Eins og fram kom á fréttamannafundi í morgun eru um fimmtíu milljón barna í heiminum sem hafa neyðst til að hætta skólagöngu vegna átaka og eru á flótta. Samtökin stefna að því að aðstoða átta milljónir þessara barna með því að byggja skóla, þjálfa kennara, greiða kennurum laun, styrkja námsefnisgerð og fleira. Verkefnið er eitt það stærsta sem samtökin vinna að og er nú þegar í 23 löndum. Einna umfangsmest er það meðal íraskra flóttabarna í Sýrlandi og Jórdaníu og sömuleiðis fyrir börn frá Darfúr í Súdan. "Ef börn fá ekki menntun á meðan þau eru flóttamenn týnist í rauninni heil kynslóð af börnum. Börn eru flóttamenn í sjö ár að meðaltali. Sjö ár án skólagöngu þýðir að þau hafa glatað tækifærinu til menntunar," segir framkvæmdastjóri alþjóðasamtakanna, Rudolph von Bernuth. Áætlað er að verkefnið kosti rösklega 30 milljarða íslenskra króna. Þegar hefur tekist að fjármagna um helming af þeirri upphæð.
Erlent Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira