380 beinar útsendingar í vetur Guðjón Helgason skrifar 27. júní 2007 19:00 Ný sjónvarpsstöð, helguð enskri knattspyrnu, hefur útsendingar í ágúst. Beinar útsendingar frá leikjum á Sýn 2 næsta vetur verða nærri fjögur hundruð og íslenskir sjónvarpsáhorfendur fá að sjá markapakka á laugardögum á undan Englendingum sjálfum. Sýn 2 hefur útsendingar fjórða ágúst næstkomandi. Nýja stöðin og dagskrá hennar var kynnt með pompi og prakt í nýjum veislusal Knattspyrnusambands Íslands í hádeginu í dag. Ari Edwald, forstjóri 365, segir beinar útsendingar verða um 380, bæði frá leikjum í ensku úrvalsdeild og fyrstu deildinni ensku. Boðið verður upp á dagskrá alla daga vikunnar og verða þeir Guðni Bergsson og Heimir Karlsson með þáttinn sinn, Fjórir fjórir tveir, á dagskrá að kvöldi laugardags og verða þá sýnd mörkin og aðrir hápunktar í leikjum dagsins aðeins örfáum klukkustundum eftir beinu útsendinguna - á undan Englendingum. Guðni segir að Englendingar fái sín mörk í þættinum Match of the Day seinna um kvöldið. Auk þess séu allir laugardagsleikirnir í beinni útsendingu á Sýn 2 en því sé ekki að heilsa á Englandi. Því sé þjónustan hér betri. Þáttur Guðna og Heimis verður gagnvirkur og geta áhorfendur komið skoðunum sínum á framfæri í gegnum vefsíðu hans og þar með tekið þátt í umræðunni. Heiðurgesturinn á kynningunni í dag var skoska knattspyrnuhetjan Andy Gray sem lék á árum áður í efstu deild á Englandi með Aston Villa, Wolves og Everton. Hann er nú vel þekktur sparksýrandi hjá Sky Sport. Hann segir erfitt að negla niður hvað geri enska boltann svona vinsælan um allan heim. Ef til vill skipti þar máli hvernig knattspyrnan sé spiluð. Efsta deild á Spáni sé e.t.v. meira aðlaðandi en hraðinn, seiglan og keppnisskapið í enska boltanum sé það sem laði fólk að. Þetta sé hugsanlega ekki besta deild í heimi en Gray segir hana þó þá vinsælustu. Fréttir Innlent Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Ný sjónvarpsstöð, helguð enskri knattspyrnu, hefur útsendingar í ágúst. Beinar útsendingar frá leikjum á Sýn 2 næsta vetur verða nærri fjögur hundruð og íslenskir sjónvarpsáhorfendur fá að sjá markapakka á laugardögum á undan Englendingum sjálfum. Sýn 2 hefur útsendingar fjórða ágúst næstkomandi. Nýja stöðin og dagskrá hennar var kynnt með pompi og prakt í nýjum veislusal Knattspyrnusambands Íslands í hádeginu í dag. Ari Edwald, forstjóri 365, segir beinar útsendingar verða um 380, bæði frá leikjum í ensku úrvalsdeild og fyrstu deildinni ensku. Boðið verður upp á dagskrá alla daga vikunnar og verða þeir Guðni Bergsson og Heimir Karlsson með þáttinn sinn, Fjórir fjórir tveir, á dagskrá að kvöldi laugardags og verða þá sýnd mörkin og aðrir hápunktar í leikjum dagsins aðeins örfáum klukkustundum eftir beinu útsendinguna - á undan Englendingum. Guðni segir að Englendingar fái sín mörk í þættinum Match of the Day seinna um kvöldið. Auk þess séu allir laugardagsleikirnir í beinni útsendingu á Sýn 2 en því sé ekki að heilsa á Englandi. Því sé þjónustan hér betri. Þáttur Guðna og Heimis verður gagnvirkur og geta áhorfendur komið skoðunum sínum á framfæri í gegnum vefsíðu hans og þar með tekið þátt í umræðunni. Heiðurgesturinn á kynningunni í dag var skoska knattspyrnuhetjan Andy Gray sem lék á árum áður í efstu deild á Englandi með Aston Villa, Wolves og Everton. Hann er nú vel þekktur sparksýrandi hjá Sky Sport. Hann segir erfitt að negla niður hvað geri enska boltann svona vinsælan um allan heim. Ef til vill skipti þar máli hvernig knattspyrnan sé spiluð. Efsta deild á Spáni sé e.t.v. meira aðlaðandi en hraðinn, seiglan og keppnisskapið í enska boltanum sé það sem laði fólk að. Þetta sé hugsanlega ekki besta deild í heimi en Gray segir hana þó þá vinsælustu.
Fréttir Innlent Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira