Hundruð milljóna svik á ári hverju Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 3. júní 2007 19:16 Hundruð milljóna króna eru svikin út úr Tryggingastofnun á ári hverju ef umfang tryggingasvika hér er sambærilegt við Svíþjóð. Tryggingastofnun hefur fengið um 130 ábendingar frá almenningi síðan eftirlit var tekið upp hjá stofnuninni. Um helmingur þeirra hefur reynst á rökum reistur. Starfsemi eftirlitsins hjá Tryggingastofnun hefur ekki farið hátt en því var komið á laggirnar árið 2005. Síðan þá hafa 200 tryggingasvikamál verið upplýst. Svikin eru einkum þrenns konar. Í fyrsta lagi þegar fólk skráir sig sem einstætt foreldri en er það ekki. Af 200 málum sem Tryggingastofnun hefur rannsakað og upplýst eru 117 vegna fólks sem svíkur bætur út úr kerfinu með því að skrá sig einstætt foreldri en er í raun í sambúð og makinn hefur þá skráð lögheimili annars staðar. Í öðru lagi þegar fólk svíkur út atvinnuleysisbætur en stundar svarta vinnu. 69 slík mál hafa verið upplýst frá 2005. Og í þriðja lagi eru sérfræðingar í heilbrigðisþjónustu sem senda frá sér tilhæfulausa reikninga eða rukka fyrir þjónustu sem er ekki að fullu veitt. Tíu slík mál hafa verið upplýst. Um 130 ábendingar komið frá almenningi. Eftirlitið hefur rannsakað stóran hluta þeirra og upp undir helmingur ábendinganna hefur reynst á rökum reist. Gunnar segir rannsókn yrði mun auðveldari ef heimildir væru rýmri til að afla upplýsinga. Verið er að taka þessi mál út fyrir Tryggingastofnun og skoða hvaða heimildir myndu gagnast best, einnig hvort rétt sé að herða viðurlög. Í Svíþjóð er áætlað að um eitt prósent í almannatryggingunum séu svik. Hér fara um 75 milljarðar á ári gegnum Tryggingastofnun, eitt prósent af því væri 750 milljónir. Innlent Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Sjá meira
Hundruð milljóna króna eru svikin út úr Tryggingastofnun á ári hverju ef umfang tryggingasvika hér er sambærilegt við Svíþjóð. Tryggingastofnun hefur fengið um 130 ábendingar frá almenningi síðan eftirlit var tekið upp hjá stofnuninni. Um helmingur þeirra hefur reynst á rökum reistur. Starfsemi eftirlitsins hjá Tryggingastofnun hefur ekki farið hátt en því var komið á laggirnar árið 2005. Síðan þá hafa 200 tryggingasvikamál verið upplýst. Svikin eru einkum þrenns konar. Í fyrsta lagi þegar fólk skráir sig sem einstætt foreldri en er það ekki. Af 200 málum sem Tryggingastofnun hefur rannsakað og upplýst eru 117 vegna fólks sem svíkur bætur út úr kerfinu með því að skrá sig einstætt foreldri en er í raun í sambúð og makinn hefur þá skráð lögheimili annars staðar. Í öðru lagi þegar fólk svíkur út atvinnuleysisbætur en stundar svarta vinnu. 69 slík mál hafa verið upplýst frá 2005. Og í þriðja lagi eru sérfræðingar í heilbrigðisþjónustu sem senda frá sér tilhæfulausa reikninga eða rukka fyrir þjónustu sem er ekki að fullu veitt. Tíu slík mál hafa verið upplýst. Um 130 ábendingar komið frá almenningi. Eftirlitið hefur rannsakað stóran hluta þeirra og upp undir helmingur ábendinganna hefur reynst á rökum reist. Gunnar segir rannsókn yrði mun auðveldari ef heimildir væru rýmri til að afla upplýsinga. Verið er að taka þessi mál út fyrir Tryggingastofnun og skoða hvaða heimildir myndu gagnast best, einnig hvort rétt sé að herða viðurlög. Í Svíþjóð er áætlað að um eitt prósent í almannatryggingunum séu svik. Hér fara um 75 milljarðar á ári gegnum Tryggingastofnun, eitt prósent af því væri 750 milljónir.
Innlent Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Sjá meira