Enski boltinn

Portsmouth að klófesta Distin

Silvain Distin sést hér í baráttu við Obafemi Martins hjá Newcastle.
Silvain Distin sést hér í baráttu við Obafemi Martins hjá Newcastle. MYND/Getty

Harry Redknapp og félagar í Portsmouth eru við það að tryggja sér þjónustu varnarmannsins Silvain Distin næstu þrjú árin, en varnarmanninum hefur verið boðinn samningur sem færir honum rúmar fimm milljónir á viku. Distin fer til Portsmouth á frjálsri sölu, en samningur hans við Manchester City er að renna út.

Redknapp hefur látið hafa eftir sér að hann sé við það að klófesta "besta leikmanninn sem hægt er á frjálsri sölu", en Distin hefur á síðustu árum sannað sig sem einn öruggasti miðvörður ensku úrvalsdeildarinnar.

Distin er 29 ára gamall og ætlar Redknapp sér að setja hann í stöðu miðvarðar við hlið Sol Campbell. Distin hefur spilað með Man. City frá árinu 2002 en þangað var hann keyptur frá Paris Saint-Germain fyrir 4 milljónir punda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×