Enski boltinn

Ball biður Ronaldo afsökunar

NordicPhotos/GettyImages
Michael Ball hjá Manchester City á yfir höfði sér þriggja leikja bann eftir að hann traðkaði á Cristiano Ronaldo hjá Manchester United í leik liðanna á dögunum. Hann hefur beðið Ronaldo afsökunar og iðrast gjörða sinna. "Ég sé eftir þessu og hef sent Ronaldo afsökunarbeiðni. Ég hef aldrei verið rekinn af velli á ferlinum og veit að ég þarf að vera betri fyrirmynd en þetta," sagði Ball á heimasíðu City.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×