Innlent

Frétt um úrtökupróf vegna varaliðs var aprílgabb

Vegna fréttar okkar í gær um að úrtökuprófin fyrir nýtt varalið lögreglunnar hefðu farið fram um helgina vill fréttastofan koma því á framfæri að um aprílgabb var að ræða.

Greint var frá því að færri hefðu komist að en vildu fyrir úrtökuprófin um helgina og sagði Björn Bjarnason dómsmálaráðherra í samtali við fréttastofu að til greina kæmi að fjölga verulega í varaliðinu í ljósi viðtakanna. Þá sagði hann að hraða þyrfti uppbygginginu nýs lögregluskóla á Keflavíkurflugvelli vegna mikils áhuga fólks á að komast inn í varaliðið.

Fréttastofa Stöðvar 2 vill þakka Birni Bjarnasyni og Boot Camp hópnum sem var með æfingar á Miklatúni í gær fyrir gott samstarf.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.