Tilraun til sjálfsvígs 23. mars 2007 18:45 Að aka á nærri 300 kílómetra hraða á mótorhjóli er tilraun til sjálfsvígs, segir Sigurður Helgason hjá Umferðarstofu. Nærri þrjú hundruð mótorhjólamenn hafa slasast í umferðarslysum síðastliðinn áratug. Sex hafa beðið bana. Á íslenskri bloggsíðu hefur síðastliðna viku mátt sjá myndband af mótorhjóli sem fer á manndrápshraða eftir vegum á Suðurnesjum. Myndbandið var sýnt í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gær. Fréttastofa hefur þetta myndband einnig undir höndum og þar má sjá að mótorhjólið fer hraðast í 288 kílómetra hraða. Búið er að taka myndbandið út af bloggsíðunni sem Skúli Steinn Vilbergsson heldur úti. Í færslu sem birtist í gærkvöldi segir hann meðal annars: Ég neita fyrir það að hafa verið að keyra hjólið á þessu videoi, vissulega setti ég það á netið og allt það en ég var ekki að keyra. Á öðrum stað í færslunni segir hann: Og þið sem eruð eitthvað að væla um að mótorhjól séu svo hættuleg í umferðinni og að menn séu að leggja aðra í hættu og blablabla með svona akstri, nefniði mér eitt fucking atvik þar sem einhver hefur slasast eða dáið útaf mótorhjóli í umferðinni. Fréttastofa hafði samband við Umferðarstofu í dag. Þar fengust þær upplýsingar að á síðustu tíu árum hefur sex dáið í mótorhjólaslysum. Níutíu og einn hafa slasast mikið og tæplega 200 slasast lítið. Samtals hafa því 293 mótorhjólamenn slasast eða látist í umferðarslysum síðastliðinn áratug. Fullyrðing Skúla á bloggsíðunni um að enginn hafi slast út af mótorhjóli er röng. Nítján manns, vegfarendur eða fólk í öðrum ökutækjum, hafa slasast af völdum mótorhjóla á síðustu tíu árum. Sigurður Helgason hjá Umferðarstofu segir þennan akstur votta um heimsku. "Þetta er hreinlega tilraun til sjálfsvígs, þetta er ekkert annað." Sektir vegna hraðaksturs voru hækkaðar í desember og nú í þinglok var samþykkt að leggja megi hald á bíla þeirra manna sem eru ítrekað staðnir að ofsaakstri. En þarf ekki að koma í veg fyrir að ökutæki komist upp í slíkan manndrápshraða, til dæmis með hraðalás? "Ég tel ekkert óhugsandi að menn skoði þann möguleika að það sé hægt að beita slíku." Fréttir Innlent Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira
Að aka á nærri 300 kílómetra hraða á mótorhjóli er tilraun til sjálfsvígs, segir Sigurður Helgason hjá Umferðarstofu. Nærri þrjú hundruð mótorhjólamenn hafa slasast í umferðarslysum síðastliðinn áratug. Sex hafa beðið bana. Á íslenskri bloggsíðu hefur síðastliðna viku mátt sjá myndband af mótorhjóli sem fer á manndrápshraða eftir vegum á Suðurnesjum. Myndbandið var sýnt í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gær. Fréttastofa hefur þetta myndband einnig undir höndum og þar má sjá að mótorhjólið fer hraðast í 288 kílómetra hraða. Búið er að taka myndbandið út af bloggsíðunni sem Skúli Steinn Vilbergsson heldur úti. Í færslu sem birtist í gærkvöldi segir hann meðal annars: Ég neita fyrir það að hafa verið að keyra hjólið á þessu videoi, vissulega setti ég það á netið og allt það en ég var ekki að keyra. Á öðrum stað í færslunni segir hann: Og þið sem eruð eitthvað að væla um að mótorhjól séu svo hættuleg í umferðinni og að menn séu að leggja aðra í hættu og blablabla með svona akstri, nefniði mér eitt fucking atvik þar sem einhver hefur slasast eða dáið útaf mótorhjóli í umferðinni. Fréttastofa hafði samband við Umferðarstofu í dag. Þar fengust þær upplýsingar að á síðustu tíu árum hefur sex dáið í mótorhjólaslysum. Níutíu og einn hafa slasast mikið og tæplega 200 slasast lítið. Samtals hafa því 293 mótorhjólamenn slasast eða látist í umferðarslysum síðastliðinn áratug. Fullyrðing Skúla á bloggsíðunni um að enginn hafi slast út af mótorhjóli er röng. Nítján manns, vegfarendur eða fólk í öðrum ökutækjum, hafa slasast af völdum mótorhjóla á síðustu tíu árum. Sigurður Helgason hjá Umferðarstofu segir þennan akstur votta um heimsku. "Þetta er hreinlega tilraun til sjálfsvígs, þetta er ekkert annað." Sektir vegna hraðaksturs voru hækkaðar í desember og nú í þinglok var samþykkt að leggja megi hald á bíla þeirra manna sem eru ítrekað staðnir að ofsaakstri. En þarf ekki að koma í veg fyrir að ökutæki komist upp í slíkan manndrápshraða, til dæmis með hraðalás? "Ég tel ekkert óhugsandi að menn skoði þann möguleika að það sé hægt að beita slíku."
Fréttir Innlent Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira